Að lesa gegnum samræður fyrir 2 - 3 ára gömul börn - fyrri hluti

Úr SignWiki
Stökkva á: flakk, leita
LESTUR GEGNUM SAMRÆÐUR FYRIR BÖRN Á ALDRINUM TVEGGJA TIL ÞRIGGJA ÁRA
Að lesa gegnum samræður fyrir 2 - 3 ára gömul börn - fyrri hluti
Foreldrar fylgja sjö þrepum við lesturinn.
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Höfundaréttur
G.J. Whitehurst


FYRRI HLUTI

Eftirfarandi aðferð er tvískipt. Byrjað er á seinni hlutanum 2-3 vikum eftir þann fyrri, þ.e. þegar foreldrarnir hafa náð tökum á fyrri hlutanum og börnin eru farin að venjast lestri á þennan hátt.


FYRRI HLUTI

Foreldrar fylgja sjö þrepum. Alltaf er byrjað á því fyrsta og svo koll af kolli þegar lesið er með barninu. Athugið hvernig þið sitjið á meðan þið lesið saman.


1. Hv- spurningar. Biðjið börnin um að segja heiti hlutanna og nöfn sögupersónanna í myndabókinni. Spyrjið einfaldra spurninga um innihald sögunnar. (Hvað gerði grísinn? Hvað heitir hundurinn? Hvernig eru kettlingarnir á litinn? Hver kom fyrstur? Hvert fóru dýrin?)


2. Fylgið svörunum eftir með fleiri spurningum. Spyrjið spurninga sem tengjast svarinu sem barnið gaf t.d. ef barn nefnir hlutinn í bókinni spyrjið þá spurninga um einkenni hlutarins. Dæmi: ,,Hvað er þetta?“ Svar: ,,Hundur.“ ,,Alveg rétt, hvernig er hundurinn á litinn?“


3. Endurtakið það sem barnið segir. Endurtekningin þjónar þeim tilgangi að láta barnið vita að það sem það sagði var rétt. ,,Já, þetta er kisa“.


4. Hjálpið barninu ef þörf er á. Stundum er erfitt fyrir börnin að svara þeim spurningum sem þau eru spurð. Þá getur verið gott að nýta tækifærið til að kenna barninu tákn/orð. Svarið sjálf spurningunni sem barnið fékk og fáið barnið til að endurtaka orðið/táknið sem þið hafið notað. Dæmi ,,Þetta er kolkrabbi. Getur þú sagt/táknað kolkrabbi?“.


5. Hrósið og hvetjið. Hrósið barninu fyrir allar tilraunir þess til að tala um bókina. Notið bæði almennt hrós: ,,Flott hjá þér“, ,,Mikið ertu klár“, klappið fyrir barninu og segið af hverju þið hrósið því: t.d. ,,Rosalega ertu klár að vita hvað dýrið heitir“.


6. Fylgist með áhuga barnsins. Það er ekki mikilvægt að lesa öll orðin í bókinni eða tala um hverja einustu mynd. Ef barn byrjar að tala um hluta af sögunni eða mynd á blaðsíðunni, fylgið þá áhuga þess og hvetjið það til að tjá sig. Barnið er líklegra til að njóta lestursins ef fullorðna fólkið er næmt og fylgist með áhuga þess.


7. Skemmtið ykkur. Einn mikilvægur tilgangur með lestri í gegnum samræður er að börnin njóti lestursins. Börnin virðast njóta þess að lesa í gegnum samræður sérstaklega þegar fullorðna manneskjan skemmtir sér líka. Börn virðast líka hafa gaman af því til dæmis þegar fullorðna manneskjan les eina blaðsíðu og barnið „les“ svo næstu. Ef barn virðist vera þreytt á lestrinum, lesið þá nokkrar blaðsíður án þess að spyrja spurninga eða setjið bókina til hliðar.