Hagnýtar aðferðir til náms fyrir heyrnarlaus börn

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Hildar Hólmfríðar Pálsdóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2014

Í þessari ritgerð er fjallað um hagnýtar aðferðir til náms fyrir heyrnarlaus börn. Fjallað er um aðferðir sem henta vel fyrir lestur, ritun og stærðfræði. Sú aðferð sem oftast er skoðuð nefnist að lesa saman aftur og aftur (e. shared reading) en hún felst í því að sama sagan er lesin oft fyrir barnið til þess að auka orðaforða og skilning, bæði á táknum og rituðu orði. Fjallað um það hversu mikilvægt það er fyrir foreldra og kennara að stafa orð sem barnið skilur ekki og útskýra merkingu þess og hvernig góð lestrarkunnátta hefur áhrif á annað nám. Einnig er fjallað um það hversu mikilvægt það er að vera góður í fyrsta tungumáli til að geta náð tökum á öðru tungumáli. Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að börn sem ná góðum tökum á fyrsta tungumáli gengur betur að læra annað tungumál. Einnig að börn sem mikið hefur verið lesið fyrir eru betri í lestri heldur en börn sem ekki hafa náð góðum tökum á fyrsta tungumáli.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Hagnýtar aðferðir til náms fyrir heyrnarlaus börn