Málsamfélag heyrnarlausra: Um samskipti á milli táknmálstalandi og íslenskutalandi fólks

Úr SignWiki
Stökkva á: flakk, leita

Málsamfélag heyrnarlausra

Um samskipti á milli táknmálstalandi og íslenskutalandi fólks

Lokaverkefni til MA-gráðu í fötlunarfræðum Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Valgerður Stefánsdóttir

Markmið þessarar rannsóknar er að afla þekkingar á aðstæðum og sjónarmiðum Döff fólks en það er heyrnarlaust fólk sem notar táknmál til daglegra samskipta og lítur á sig sem minnihluta mál- og menningarhóp. Rannsóknir á samfélagi Döff fólks er nýtt rannsóknarsvið hér á landi. Ritgerðin fjallar um reynslu og samfélagsþátttöku Döff einstaklinga og skilning þeirra á eigin lífi og stöðu innan íslensks samfélags. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 33 einstaklingar. Börn og unglingar voru 15 en fullorðið fólk 18 manns á aldrinum 25 – 55 ára. Við rannsóknina, sem var unnin á árunum 1998 – 2004, var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum; viðtölum og þátttökuathugunum. Samskipti og þátttaka á vinnustað, í skóla og á heimili voru skoðuð út frá sjónarhóli Döff fólks. Markverðustu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að táknmál og heyrnarleysi er samofið persónu og sjálfsskilningi Döff einstaklinga, sem líta svo á að Döff fólk myndi sérstakt menningarsamfélag. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að táknmálið nýtur talsvert minni virðingar en íslenskan. Þátttakendur töldu að þetta hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu Döff fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að verulega þurfi að styrkja stöðu táknmálsins á öllum sviðum til þess að fólk sem talar táknmál njóti jafnréttis og geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Sérstaklega á þetta við um stöðu táknmálsins innan skólakerfisins.

Rigerðin er aðgengileg í heild sinni hér: Málsamfélag heyrnarlausra: Um samskipti á milli táknmálstalandi og íslenskutalandi fólks