11. Regla - Augnatillit er notað til að fá fram þátttöku

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.
Regla 11
11. Regla - Augnatillit er notað til að fá fram þátttöku
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
11. Regla - Augnatillit er notað til að fá fram þátttöku
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Hópmiðað augnatillit

Einstaklingsmiðað augnatillit

11. Heyrnarlausir lesendur nota augnatillit til þess að fá fram þátttöku

Augnatillit – hvert við horfum í frásögn eða samtali – er þýðingarmikill þáttur. Augnatillit er mjög mikilvægt þegar lesið er fyrir heyrnarlaust barn. Rannsókn hefur sýnt að heyrnarlausir kennarar nota tvær tegundir af augnatilliti: „hópmiðað“-augnatillit og „einstaklingsmiðað“-augnatillit (Mather, 1989).


„Hópmiðað“-augnatillit er notað til að halda athygli allra barnanna en „einstaklingsmiðað“-augnatillit er þegar spurningar eða athugasemdir eru ætlaðar tilteknum einstaklingi úr hópnum. Heyrandi kennarar hafa stundum tilhneigingu til að nota óviðeigandi augnatillit þegar heyrnarlaus börn eru í hópnum sem lesið er fyrir. Þetta leiðir til misskilnings í samskiptum.


  • Dæmi fyrir óviðeigandi augnatillit: Heyrandi kennari sem kann táknmál les sögu. Þegar hann er búinn segir hann: ,,Sum ykkar þekkja ekki söguna“ og hann notar „einstaklingsmiðað“-augnatillit, þ.e.a.s. horfir á einn ákveðinn nemanda í staðinn fyrir að horfa á hópinn sem heild. Barnið sem horft var á fer í vörn og svarar: ,,Ég veit, ég veit.“ Það er augljóst að augnatillit spilar lykilhlutverk í að halda athygli og fá viðbrögð á meðan lesið er upphátt.








Heimild

Mather, S.A. (1989). Visually oriented teaching strategies with deaf preschool children. In C. Lucas, Ed., The sociolinguistics of the deaf community, pp. 165-187. New York, NY: Academic Press.