Stefnuyfirlýsing fyrir SignWiki

Úr SignWiki
Útgáfa frá 29. október 2012 kl. 11:57 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 29. október 2012 kl. 11:57 eftir Arny (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

SignWiki er upplýsingakerfi og þekkingarbrunnur fyrir táknmál. Með Signwiki hefur verið þróuð aðferðafræði til þess að miðla táknmáli með táknmálsorðabók, upplýsingum um táknmál og námsefni í táknmáli. Efni af Signwiki er gert aðgengilegt í gegnum tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Aðferðafræðin byggir á hugmyndum um opna og virka þátttöku þar sem málsamfélagið sjálft og áhugafólk um táknmál eru þátttakendur sem bæði nota efnið og geta lagt til námsefni og tákn. Við þróun SignWiki hefur verið lögð áhersla á að það geti virkað hvar sem er og á hvaða máli sem er þannig að eftir innleiðingu á Íslandi mætti opna fyrir möguleika á innleiðingu kerfisins og aðferðafræðinnar fyrir samfélög heyrnarlausra og stofnanir í öðrum löndum. Nú þegar hefur kerfið verið tekið í notkum í Noregi, Namibíu og Tanzaníu, með aðstoð og þjálfun frá starfsfólki Samskiptamiðstöðvar.

Signwiki á Íslandi hefur þannig skapað grunn að nýjum lausnum sem nýta má alls staðar í heiminum til að veita fólki aðgang að táknmáli viðkomandi lands. Samskiptamiðstöðin á samstarf við opinberar stofnanir (s.s. háskóla, samskiptamiðstöðvar, skóla) um rekstur kerfisins í öðrum löndum með döff lykilstarfsmönnum sem vinna að söfnun og skráningu táknanna.

Signwiki er notendavænt kerfi, þar sem kostnaði er haldið í lágmarki. Það byggir á opnum eða frjálsum hugbúnaði (e. open source), MediaWiki (sama hugbúnaði og keyrir Wikipedia) og Jquery Mobile.

Signwiki er aðgengilegt jafnt í tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum.

Einfaldleiki er helsti styrkur Signwiki

1. Auðskiljanlegt fyrir notandann

2. Einfalt í notkun

3. Öflugt í miðlunefnis, með fjölda möguleika og tenginga

4. Sveigjanlegt og fjölnota

5. Aðgengilegt og notendavænt viðmót (generic apporach)