Ó borg mín borg

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Þýðing: Elsa G. Björnsdóttir fyrir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar. Birtist upphaflega í Ritinu 2/2018

Ó borg, mín borg

Ó borg, mín borg,

ég lofa ljóst þín stræti,

þín lágu hús og allt sem fyrir ber.

Og þótt tárið oft minn vanga væti

er von mín einatt, einatt bundin þér.


Og hversu sem að aðrir í þig narta,

þig, eðla borg, sem forðum prýddir mig.

Svo blítt, svo blítt sem barnsins unga hjarta

er brjóst mitt fullt af minningum um þig.


Um síð, um síð ég kem og krýp þér aumur

og kyssi jafnvel hörðu strætin þín.

Því af þér fæddist lífsmíns ljósi draumur,

eitt lítið barn og það var ástin mín.


Vilhjálmur frá Skáholti samdi ljóðið