13. Regla - Ólík tilbrigði táknmáls eru notuð til að tjá síendurtekna frasa á ritmálinu

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Regla 13
13. Regla - Ólík tilbrigði táknmáls eru notuð til að tjá síendurtekna frasa á ritmálinu
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
13. Regla - Ólík tilbrigði táknmáls eru notuð til að tjá síendurtekna frasa á ritmálinu
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


13. Heyrnarlausir lesendur nota ólík tilbrigði táknmáls til þess að tjá síendurtekna frasa frá ritmálinu

Í mörgum barnasögum eru einstakir frasar endurteknir. Í sögunni um Moldvörpuna sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni spyr moldvarpan ólík dýr aftur og aftur eftirfarandi spurningar: „Skeist þú á hausinn á mér?" Svarið sem hún fær aftur og aftur er: „Ég? Nei, ertu frá þér? - Svona geri ég!“. Bæði spurningin og svarið í textanum líta eins út á ritmálinu en á táknmáli eru mismunandi leiðir farnar eftir því hvaða dýr er spurt og hverju það kúkar. Þegar heyrnarlausir lesendur lesa slík endurtekin orð þá tákna þeir ekki merkinguna með sömu táknum í hvert skipti. Vísbendingar eru til staðar að heyrnarlausir lesendur nota fjölbreytilegar leiðir til þess að tjá síendurtekin orð frá ritmálinu.


Notkun breyttra tilbrigða af táknum hjálpar stundum við að tjá aukna áherslu. Orðið í ritmálinu er alltaf það sama, en heyrnarlaus lesandi notar mismunandi þýðingar á táknmálinu í hvert skipti sem orðið á ritmálinu er endurtekið. Í slíkum tilvikum sjá börnin að orðið á ritmálinu breytist ekki í bókinni á meðan þau sjá líka þýðinguna á mismunandi hátt á táknmáli.

Tilbrigði í notkun táknanna getur einnig verið notað til þess að fanga athygli barnanna.


  • Dæmi: Í sögunni Roll Over! A Counting Song er sagnorðið roll (rúlla) endurtekið 10 sinnum. Heyrnarlaus móðir notar ýmist próform á táknmáli til þess að sýna hvernig hluturinn hefur hreyfst hverju sinni eða annað samheiti á táknmáli fyrir rúlla. En á sama tíma hefur hún vakið athygli sonar sins á orðið breytist ekki og er alltaf roll í textanum þó fleiri tákn og próform séu notuð á táknmáli. Heyrnarlausi lesandinn bendir barni alltaf á að stafsetningin á ritmálinu breytist ekki en það gerist í táknmálinu. Í hvert skipti sem annað tákn var notað er sama ritaða orðið endurtekið. Á þann hátt benda lesendurnir á að eitt orð getur verið þýtt með ólíkum táknum. Á þennan hátt þróast líka orðaforði barnanna þannig að börn skilji ritaða texta. Þessi hæfni er mjög mikilvæg ef haft er í huga að börn byrja smá saman að lesa erfiðari og meira krefjandi texta.


Fingrastöfun

Margir foreldrar og kennarar spyrja oft um fingrastöfun orða úr raddmálinu fyrir börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskólans. Fingrastöfun er táknmálum eðlileg (Blumenthal-Kelly, 1994; Maxwell, 1988) og David R Schleper hvetur foreldra og kennara að fingrastafa með börnunum frá unga aldri. Heyrnarlausir einstaklingar fingrastafa orðin í heild sinni en ekki staf fyrir staf, sbr. samlögun bókstafanna þegar fingrastafað er.


  • Dæmi: Tveggja ára stelpa fær heimsókn frá Mæju vinkonu sinni. Daginn eftir spyr stelpan mömmu sína ,,hvar er...?“ og þó að stelpan nái ekki að stafa nafnið á skýran hátt skilur mamman hana og svarar ,,M-Æ-J-A er heima“ og stafar allt nafnið. Seinna gæti stelpan spurt ,,Hvar er M?“ eða ,,hvar er M-Æ?“ en mamma aðstoðar og stafar allt nafnið. Stelpan lærir fyrst hluta af fingrastafaða nafninu og lærir síðan að stafa allt nafnið með endurtekningum, rétt eins og heyrandi börn læra smátt og smátt að segja orðin rétt.

Heimildir

Blumenthal-Kelly, A. (1994). Fingerspelling in the interaction between deaf parents and their deaf daughter. In B. Snider (Ed.) Post-Milan ASL & English Literacy Issues, Trends, and Research, (pp.95-104), Washington, DC: Gallaudet University College for Continuing Education.

Maxwell, M. (1988). The alphabetic principle and fingerspelling. Sign Language Studies, 44, 199-224.