Döff gróði. Hvernig hefur íslenskt samfélag tileinkað sér döff gróða

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Steinunnar Birnu Jónsdóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2019

Þessi ritgerð er til BA-prófs í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er hugtakið döff gróði sem kemur frá Bandaríkjunum þar sem það var búið til af kennurum við Gallaudet háskóla en sá skóli er fyrir heyrnarlausa. Í ritgerðinni verður leitast eftir því að svara hvernig íslenskt samfélag hefur tileinkað sér hugtakið. Eigindleg rannsókn var gerð til að svara því og voru tekin viðtöl við tvo einstaklinga sem tengjast samfélagi döff á ólíkan hátt þar sem þeir svöruðu þremur spurningum um hugtakið og þeirra upplifun á því. Niðurstöður leiddu í ljós að íslenskt samfélag hefur ekki tileinkað sér hugtakið líkt og í Bandaríkjunum vegna skorts á rannsóknum á hugtakinu og fræðslu á Íslandi. Döff samfélag á Íslandi hefur frekari þekkingu á hugtakinu en það hefur þó ekki náð að festast í menningu þeirra.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Döff gróði. Hvernig hefur íslenskt samfélag tileinkað sér döff gróða?