Deaf Art; what is it

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Bryn Nóel Francis sem útskrifaðist frá HÍ árið 2022

Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er hugtakið Döfflist (e. Deaf art) sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem listafélagið De’VIA var stofnað af myndlistakennurum við háskólann Gallaudet. Í ritgerðinni er leitast við að gera grein fyrir hugtakinu Döfflist og merkingu þess innan Döff samfélags og menningar. Skoðað er hvernig hugmyndir heyrandi fólks gegn upplifun Döff endurspeglast í myndlist. Litið er til pólitískra aðstæðna og samfélagslegra áhrifa í samhengi við mótun Döfflistar. Einnig er barátta Döff á viðurkenningu táknmáls skoðuð, þá sérstaklega bandarísks táknmáls. Enn fremur er reynt að svara hvað Döfflist felur í sér og hvort hægt sé að flokka þá listahreyfingu. Teknir eru fyrir þrír bandarískir Döff myndlistarmenn, þau Betty G. Miller, Chuck Baird og Susan Dupor og sýnt fram á hvað þeir sem tilheyra sömu jaðarhópum eiga sameiginlegt, ásamt birtingarmynd Döff menningar í verkunum. Niðurstöður leiddu í ljós að þrjú þemu eru möguleg í Döfflist, en líkt og aðrar listhreyfingar þróast hún með tímanum, en ekki er síður mikilvægt að skoða Döfflist og varðveita. Ritgerðin er skrifuð til þess að varpa ljósi á hreyfingu Döfflistar sem hefur ekki náð að festast í almennri myndlistasögu, og í þeirri von að safna og varðveita íslenska Döfflist framvegis.

Útdráttur er á ensku

This essay is for a bachelor’s degree in Sign Language Studies, by the University of Iceland. The thesis Deaf Art, what is it? is about so called Deaf art, a term with roots in the United States. Created by American Deaf art professors of Gallaudet, where a group of Deaf artist had unified in the organisation De’VIA. In this essay we seek and identify the terms meaning to Deaf communities and culture. Here looking into its various artforms which mirrors the hearing ideologies in contrast to Deaf experiences. We recognise how socio-political ideas that influences the creation of Deaf art. Also, try to understand the battle of language and equality of Deaf and hard of hearing people. Even so, in this essay the search for the art movements' definitions is questioned, analysed and identified, to the extent that it is possible. Here three American Deaf artists, Betty G. Miller, Chuck Baird and Susan Dupor are representing the term. Reading into their artpieces shows similarities of what it is like to belong to a marginalised group and Deaf culture.

The conclusions revealed that there might be at least three themes within Deaf art, however, there might be more, for art movements are constantly evolving with time, even so, just as important to define and preserve. The essay is for shedding light on the movement of Deaf art which has yet to be recognised in wider art history. The thesis is in hope for collecting and preserving Icelandic Deaf art in the future.


Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Deaf Art; what is it?