Ef maður veit hvert hann er að fara getur maður hoppað um borð : undirbúningur táknmálstúlka og áhrif hans á gæði túlkunar

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

M.A. verkefni Hólmfríðar Þóroddsdóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2022

Táknmálstúlkar starfa að mestu leyti í samtímatúlkun. Í túlkunaraðstæðunum hlusta þeir eða horfa á það sem sagt er á frummálinu, tengja það við fyrri þekkingu sína, þýða yfir á markmálið og setja túlkun sína fram á því máli, allt á sama tíma. Hugrænt álag er því mikið. Tilgangur þessa verkefnis er að efla gæði táknmálstúlkunar. Markmiðið er að skoða áhrif undirbúnings á hugrænt álag túlka og tengsl þess við gæði táknmálstúlkunar. Þátttakendur í rannsókninni voru starfandi táknmálstúlkar á Íslandi. Gögnin voru bæði eigindleg og megindleg. Þau byggjast á viðtölum við táknmálstúlka, þátttökuathugunum á vinnustað og spurningakönnun í tengslum við sérstök túlkaverkefni. Einnig var lagt fyrir túlkana sérhannað túlkunarpróf til að ná fram tölfræðilegum upplýsingum um áhrif undirbúnings á táknmálstúlkun og fá túlkana sjálfa til að greina þætti sem mikilvægt er að undirbúa fyrir túlkun.

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á að undirbúningur bæði eykur skilning túlkanna á umræðuefninu sem túlka á og auðveldar þeim framsetningu túlkunarinnar. Þessi atriði draga úr hugrænu álagi. Tölfræðilegar upplýsingar sýndu að í óundirbúnum túlkunum töpuðust tæp 20% þeirra aðalatriða sem átti að túlka, en einungis um 10% í undirbúnum túlkunum. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að táknmálstúlkar hafi tækifæri til að undirbúa sig fyrir verkefni sín. Það dregur úr hugrænu álagi í túlkunaraðstæðunum sem eykur gæði túlkunar. Til að tryggja gæði túlkunar ætti það að vera hagsmunamál allra túlkanotenda að túlkarnir fái þann undirbúning sem þeir þurfa.

Útdráttur er á ensku

Sign language interpreters mostly work using simultaneous interpretation. While working they listen to, or look at, what is said in the source language, connect and compare it with their own knowledge, translate it into the target language and present their interpretation in that language, all at the same time. The cognitive load is therefore great. The purpose of this Masters thesis is to enhance the quality of sign language interpretation. The aim is to examine the effect of preparation on the cognitive load of interpreters and its relationship to the quality of sign language interpretation. Participants were all sign language interpreters working in Iceland. The data collected were both qualitative and quantitative, interviews, participant observations, a questionnaire in connection with a special interpreting project and a specially designed interpretation test. The test was held to obtain statistical information on the effects of preparation on sign language interpretation and to get feedback from the interpreters themselves about what they consider important to prepare. The results of the study show that preparation both increases the interpreters' understanding of the topic and facilitates their presentation of the interpretation. These factors reduce the cognitive load. Statistical data showed that in unprepared interpretations almost 20% of the main points to be interpreted were lost, but only about 10% in prepared interpretations. The results indicate that it is important for sign language interpreters to have the opportunity to prepare before their assignments. It reduces their cognitive load while interpreting, which increases the quality of the interpretation. Everyone using interpreters should realize, that in order to ensure the quality of interpretation it is important for the interpreters to receive the preparation they need.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, „Ef maður veit hvert hann er að fara getur maður hoppað um borð‟ : undirbúningur táknmálstúlka og áhrif hans á gæði túlkunar