Umhverfi heyrnarskertra - Dæmi tekið á lóð lýðháskólans og námskeiðamiðstöðvar fyrir heyrnarskerta í Ål í Hallingdal, Noregi

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Gísla Rafns Guðmundssonar sem útskrifaðist frá HÍ árið 2012

Markmið þessa verkefnis var að leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Er hægt að hanna skólalóð og útivistarsvæði með áherslu á þarfir heyrnarskertra? Gerð var athugun á umhverfi heyrnarskertra og hvernig þeir upplifa umhverfið öðruvísi en heyrendur. Þá var var tekið dæmi um hönnun lóðar á svæði Lýðháskólans í Ål í Noregi, en sá skóli er ætlaður heyrnarskertum, fjölskyldum þeirra og öðrum þeim sem nema vilja táknmálsfræði.

Skipta má verkefninu í fjóra hluta: Gagnaöflun, staðhætti, hugmyndavinnu og hönnunartillögu, en hönnunartillaga byggir á flokkum Patrik Grahns og tekur mið af þörfum heyrnarskertra. Vel gekk að hanna skólalóð og útivistarsvæði á rannsóknarsvæðinu með áherslu á þarfir heyrnarskerta og var það megin niðurstaða verkefnisins. Ennfremur þótti athyglisvert hve lítið hefur verið fjallað um heyrnarskerta og hvað þeir þarfnast og er því þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Augun mín og augun þín. Umhverfi heyrnaskertra - Dæmi tekið á lóð lýðháskólans og námskeiðsmiðstöðvar fyrir heyrnarskerta í Ål í Hallingdal, Noregi