Við hvaða aldur er best að byrja að lesa fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn?

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Inngangur
Við hvaða aldur er best að byrja að lesa fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn?
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Við hvaða aldur er best að byrja að lesa fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn?
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Við hvaða aldur er best að byrja að lesa fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn?

Allt frá fyrsta degi, og því er haldið áfram. Það hefur lengi verið vitað að það að lesa upphátt fyrir börn er lykillinn að því að þau læri að lesa. En samt sem áður kynnast heyrnarlaus börn því allt of sjaldan að foreldri eða kennari lesi fyrir þau. David R Schleper komst að því að uppalendur hika oftast við að lesa fyrir heyrnarlaus börn því að þeir eru ekki vissir um hvernig sé best að gera það. Flestir kennarar og foreldrar, sem hann talaði við, eru heyrandi.


Tökum sem dæmi Lydiu Song. Hún hafði nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt væri að hún læsi fyrir son sinn sem var á leikskólaaldri. En hún var ráðvillt. Hún sagðist skilja þörfina og vita að það ætti að lesa fyrir barnið. ,,En HVERNIG? Hvað á ég að gera?“ Ann Lynn Smith og mamma hennar glímdu við annað algengt vandamál. Mamma Ann Lynn kunni ekki reiprennandi táknmál. Þegar Ann Lynn var mjög ung kom einhver reglulega heim til þeirra og kenndi mömmu hennar hvernig ætti að lesa bækur á táknmáli svo að mæðgurnar gætu lesið saman. Ann Lynn segir að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir þroska sinn.


David R Schleper hefur skilgreint 15 leiðbeinandi reglur um lestur fyrir heyrnarlaus börn. Markmið hans með reglunum er að hjálpa uppalendum að eiga ánægjulegar stundir með heyrnarlausum börnum við lestur góðra bóka.


Þessi grein er samantekt á helstu niðurstöðum margra rannsókna á því hvernig heyrnarlausir foreldrar og kennarar lesa fyrir heyrnarlaus börn.