Munur á milli breytinga „Próformasagnir í máltöku heyrnarlausra barna. Notkun próformasagna í frásögnum í íslenska táknmálinu“

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
 
Lína 5: Lína 5:
  
 
Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, [http://hdl.handle.net/1946/15006 Próformasagnir í máltöku heyrnarlausra barna. Notkun próformasagna í frásögnum í íslenska táknmálinu]
 
Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, [http://hdl.handle.net/1946/15006 Próformasagnir í máltöku heyrnarlausra barna. Notkun próformasagna í frásögnum í íslenska táknmálinu]
 +
  
 
[[Flokkur:Lokaverkefni frá Háskóla Íslands sem tengjast táknmáli eða táknmálssamfélagi]]
 
[[Flokkur:Lokaverkefni frá Háskóla Íslands sem tengjast táknmáli eða táknmálssamfélagi]]

Núverandi breyting frá og með 21. júní 2021 kl. 08:58

B.A. verkefni Olgu Sigurðardóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2013

Þrjár tegundir sagna fyrirfinnast í flestum táknmálum heimsins, venjulegar sagnir, áttbeygðar sagnir og próformasagnir. Myndun próformasagna er þeirra flóknust, en það eru margir samverkandi þættir sem þarf að hafa í huga við myndun þeirra. Til þess að geta tileinkað sér notkun þessara sagna er nauðsynlegt að hafa til að bera ákveðinn vitsmunaþroska og því lærast þær seint í máltökunni. Margar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á próformasögnum í máltöku barna svo sem hvenær börn fara að tileinka sér þær og hvenær þau ná fullu valdi á notkun þeirra. Við þær er stuðst hér. Einnig er gerð lítil rannsókn á frásögnum þriggja einstaklinga,tveggja barna og eins fullorðins, með það í huga að skoða notkum barna á próformasögnum. Niðurstaðan sem fékkst úr þeirri rannsókn er fyllilega í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem segja að börn nái ekki góðum tökum á notkun próformasagna fyrr en við 8-9 ára aldur.


Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Próformasagnir í máltöku heyrnarlausra barna. Notkun próformasagna í frásögnum í íslenska táknmálinu