Að velja bækur með fyrirsjáanlegum söguþræði

Úr SignWiki
Útgáfa frá 23. apríl 2012 kl. 10:51 eftir Nedelina (Spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2012 kl. 10:51 eftir Nedelina (Spjall | framlög)
Jump to navigation Jump to search
Leiðbeiningar fyrir kennara og uppalendur
Að velja bækur með fyrirsjáanlegum söguþræði
"Read it again and again. A manual for educators." (shared reading)
-
[[{{{related3}}}]]
Að velja bækur með fyrirsjáanlegum söguþræði
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Viðbættar upplýsingar - Skoða hárliti barna (Bókin lesin í annað skipti)

Viðbættar upplýsingar - samanburður (Bókin lesin í annað skipti)

Almenn þekking - börn spurð um tákn fyrir litina (Bókin lesin í fyrsta skipti)

AÐ VELJA BÆKUR MEÐ FYRIRSJÁANLEGUM SÖGUÞRÆÐI

Það að innihald bókarinnar er fyrirsjáanlegt gerir það að verkum að börnunum finnist skemmtilegra að lesa. Það getur stuðlað að því að börnin læri að lesa sjálf.


Í bókinni My little sister ate one hare (ísl. þýð. Systir mín borðaði einn héra) er sagt frá stelpu sem byrjar á því að borða einn héra. Næst borðar hún tvær slöngur og einn héra, síðan þrjá maura, tvær slöngur og einn héra. Börnin geta nú séð hvað er að gerast og geta giskað á hvað gerist næst, t.d. að stelpan borði fernt af einhverju en líka þrjá maura, tvær slöngur og einn héra og þannig heldur það áfram alveg upp í 10. Börnin giska fyrst á hvað stelpan borðar næst og svo er athugað hvort það sé rétt. Sumir giska líka á að hún muni fá illt í magann, eitthvað sem reynist líka vera satt. En innihald bókarinnar er fyrirsjáanlegt og því hafa börnin gaman af því að lesa hana og þá er líklegra að þau vilji lesa bókina aftur og aftur. Einnig eru líkur á því að börnin byrji sjálf að lesa og giska á textann.


Bækur sem henta vel í endurtekinn lestur fylgja a.m.k einum af eftirfarandi fyrirsjáanlegum atriðum;

1. endurtekingu, 2. viðbættum upplýsingum, 3. almennri þekkingu eða 4. hrynjanda og rími.


1. Endurtekning

Mikilvægt er að barnið geti auðveldlega giskað á það sem er endurtekið. Þegar búið er að lesa bókina saman nokkrum sinnum er líklegt að barnið geti „lesið“ alla bókina þrátt fyrir að það þekki ekki einstök orð. Dæmi um góða bók með endurtekningu er t.d. sagan um Gullbrá og birnina þrjá þar sem grauturinn hans pabba var of heitur, grauturinn hennar mömmu var of kaldur en grautur litla bangsa var alveg passlegur, og stóllinn hans pabba var of harður, stólinn hennar mömmu var of mjúkur en stólinn hans litla bangsa var alveg passlegur. Þessi endurtekning hjálpar barninu að finna taktinn í sögunni.


2. Viðbættar upplýsingar

Með viðbættum upplýsingum er átt við að bók byrjar t.d. með einni persónu, dýri eða viðburði og smám saman bætast fleiri við. Gott dæmi um þetta er sagan af Gýpu. Fyrst er stelpan kynnt til sögunnar. Fyrst borðaði hún matinn sinn og næst askinn sinn og karl og kellingu . Síðan bætast við fleiri og fleiri dýr og manneskjur sem hún borðar.


3. Almenn þekking: Að læra með því að nota það sem barnið þekkir

Bækur sem innihalda almenna þekkingu tengjast umhverfi barnsins t.d. vikudögum, mánuðum, bókstöfum, tölustöfum o.s.frv. Slíkar bækur hjálpa börnunum ekki einungis að skilja texta heldur einnig að þroska kunnáttu þeirra um ákveðna þætti í samfélaginu. Þetta getur verið þekkt ferli t.d. að fara í húsdýragarðinn, fara að sofa eða þekktir flokkar svo sem litir eða matur. Bækurnar hjálpa börnunum að skilja og þekkja ný orð/tákn og hugtök.

Þessar bækur eru fyrirsjáanlegar af því að börnin þekkja nú þegar eða eru að læra mynstrið (tölurnar raðast alltaf í þessari röð 1, 2, 3, 4, 5; þegar barn fer að hátta fer það fyrst að pissa, svo burstar það tennur, næst fer það í náttfötin o.s.frv.; 7 dagar í einni viku, 12 mánuðir í einu ári, litirnir eru ...; o.s.frv.).


4. Hrynjandi og rím

Margar bækur treysta á hrynjanda og rím til þess að gera innihaldið í þeim fyrirsjáanlegt. Dr. Ben Bahan, prófessor í Gallaudet háskólanum segir það krefjandi að túlka hrynjanda og rím yfir á táknmál en það sé gerlegt, t.d. með því að (1) endurtaka nokkur tákn eða handform; (2) eða bæta við endurtekningu og hreyfingu og þannig munu börnin ná hrynjandanum í textanum.


Ungum börnum sem eru heyrnarskert eða heyrnarlaus og eru rétt að byrja að læra að lesa getur fundist rím eitt og sér óspennandi nema þau heyri aðeins. Í mörgum bókum er að finna orð sem merkja ekki neitt eða orð sem mynda einhverja romsu sem byggjast upp á hljóðum. Þessi orð/þessar romsur eru ekki skiljanleg/ar heyrnarlausum börnum af þeim sökum. Í táknmálum er að finna jafngildi ríms, en – eins og við hverja þýðingu – er það ekki líklegt til að tengjast rímorðunum á ritmálinu. En ef sagan er fyrirsjáanleg og vel þýdd getur verið að hún verði vinsæl hjá heyrnarlausum börnum.


Eftir því sem börnin eldast og fá áhuga á ritun orða getur verið að þau fái áhuga á þvíað vita hvernig orðin ríma, bæði í rituðu og töluðu máli. En líkt og með allar bækur, leyfið þá börnunum að ráða ferðinni.