06. Regla - Gefið er skýrt til kynna það sem annars er gefið í skyn

Úr SignWiki
Útgáfa frá 8. janúar 2018 kl. 10:52 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2018 kl. 10:52 eftir Arny (Spjall | framlög) (Arny færði 6. Regla - Gefið er skýrt til kynna það sem annars er gefið í skyn á 06. Regla - Gefið er skýrt til kynna það sem annars er gefið í skyn án þess að skilja eftir tilvísun)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search
Regla 6
06. Regla - Gefið er skýrt til kynna það sem annars er gefið í skyn
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
06. Regla - Gefið er skýrt til kynna það sem annars er gefið í skyn
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Hvergi í bókinni er þess getið hver málaði hendurnar heldur er það gefið í skyn (Bókin lesin í fyrsta skipti)

6. Heyrnarlausir lesendur gefa skýrt til kynna það sem gefið er í skyn

Heyrnarlausir lesendur hafa tilhneigingu til að bæta við upplýsingum þegar þeir lesa sögu, þó að þessar upplýsingar sé ekki beinlínis að finna í textanum, en eru á sama tíma gefnar í skyn á augljósan hátt.


  • Dæmi 1: Barnið þarf ekki giska á af hverju úlfurinn í Rauðhettu klæðist í föt ömmunar; heldur segir foreldri: Úlfurinn fór í föt ömmu af því að hann vildi plata Rauðhettu.

Hvergi í textanum er sagt frá ástæðunni. Heyrnarlausi lesarinn gerir ástæðuna augljósa.


  • Dæmi 2: Sagan um dansandi flugu (The Dansing fly). David R Schleper fylgdist með 10 heyrnarlausum lesendum lesa söguna hvert í sínu í lagi. Allir lesendurnir byrjuðu söguna á svipaðan hátt. Fyrst var flugan kynnt til sögunnar og táknum fyrir frekju og stóran haus einnig bætt við. Þessar upplýsingar er hvergi að finna í textanum en þær eru gefnar í skyn með því að lýsa baráttu búðareigandans og flugunnar.


Þessi aðferð virðist vera gædd innsæi heyrnarlausa lesandans. Samt sem áður er hægt að geta sér til um að slík aðferð hafi bein áhrif á skilning heyrnarlausra barna og leshæfni þeirra. Með því að ýta undir skilningsferlið og að lesa milli línanna sýna heyrnarlausir lesendur hvernig sagan öðlast meiningu umfram ritaðan texta.


Málfræðingar hafa sýnt fram á að frásagnir á táknmáli og raddmáli gefa sömu upplýsingar en á ólíkan hátt. Heyrnarlausir einstaklingar með fullkomið vald á táknmáli tákna textann yfir á málfræðilega rétt táknmál, og á þann hátt hjálpa þeir heyrnarlausum börnum að halda báðum málunum aðskildum og greinilegum.