08. Regla - Mismunandi málstíll sýnir mismunandi sögupersónur

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.
Regla 8
08. Regla - Mismunandi málstíll sýnir mismunandi sögupersónur
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
08. Regla - Mismunandi málstíll sýnir mismunandi sögupersónur
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


8. Heyrnarlausir lesendur aðlaga málstíl sinn svo að hann passi við sögupersónuna

Á sama hátt og heyrandi einstaklingar breyta röddinni til aðlögunar (t.d. þegar lítið barn talar breytir lesandinn rödd sinni svo hún líkist litlu barni að tala eða ef björn talar þá dýpkar lesandinn rödd sína o.s.frv.) þá aðlaga heyrnarlausir lesendur líka táknstíl sinn. Persónurnar lifna við. Rannsóknir hafa sýnt að heyrnarlausir foreldrar nota fjölbreyttan stíl þegar þau segja sögu svo að sögurnar verði skemmtilegar fyrir heyrnarlausa barnið.


Rannsókn sem beinir augum að heyrnarlausum foreldrum hefur sýnt að þeir nota stækkaða útgáfu af táknrýminu til þess að auka umfang persónanna í sögunni og til að gera söguna skemmtilegri fyrir heyrnarlausu börnin (Lartz & Lestina, 1995; Mather, 1989; Stewart, Bonkowski & Bennett, 1990; Whitesell, 1991). Lesandi getur t.d. notað stirðari og ýktari tákn til að lýsa taugatrekktri persónu; eða nota lítil tákn og mjög lítið táknrými til þess að lýsa einhverjum sem er feiminn; eða að ýkja táknin til að sýna litríka persónu.


Til að tjá hljóðmyndir, auka áhugann á sögunni eða halda athygli er einnig er hægt að nota lát- og svipbrigði. Einn heyrnarlaus lesandi gaf t.d. til kynna að hurð skelltist með því að nota svipbrigði og látbragð til þess að leggja áherslu á viðbrögð sögupersónu sem dauðbregður þegar hún heyrir mikinn og óvæntan hávaða.

Heimilidir

Lartz, M.N., & Lestina, L.J. (1995). Strategies deaf mothers use when reading to their young deaf or hard of hearing children. American Annals of the Deaf, 140(4), 358-362.

Mather, S.A. (1989). Visually oriented teaching strategies with deaf preschool children. In C. Lucas, Ed., The sociolinguistics of the deaf community, pp. 165-187. New York, NY: Academic Press.

Steward, D., Bonkowski, N. & Bennett, D. (1990). Considerations and implications when reading stories to young deaf children. Occasional Paper No. 13. East Lansing, MI: Institute for Research in Teaching, MSU.

Whitesell, K.M. (1991). Reading between the lines: How one deaf teacher demonstrates the reading process. Unpublished doctoral dissertation, University of Cincinnati, OH.