2020 Dagur íslenska táknmálsins

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.
ITM aqua.PNG

Á degi íslenska táknmálsins 2020 verða tveir túlkaðir útvarpsþættir frá 2019 setti inn á SignWiki og inn á vef Ríkisútvarpsins. Samstarfi hefur verið komið á milli stofnananna um þýðingar á völdum útvarpsþáttum og munu þeir birtast á þessum tveimur síðum á árinu, í það minnsta fimm þættir.

Þættirnir tveir sem komnir eru inn eru:

Orð af orði þar sem rætt er við Valgerði Stefánsdóttur, fyrrverandi forstöðumann SHH og

Síðdegisútvarpið þar sem rætt er við Hólmfríði Þóroddsdóttur, ritara málnefndar um íslenskt táknmál.

Þessa þætti má finna á síðunni Sögur og menning, undir flipanum: Táknmálsútvarp.


Þann 11. febrúar fór fram undirritun á sáttmála Alheimssamtaka heyrnarlausra (EFD) um rétt allra til táknmáls.

Félag heyrnarlausra, sem fagnaði 60 ára afmæli þennan dag, stóð fyrir viðburði á Bessastöðum þar sem fulltrúar stjórnvalda, stofnana, nefnda og hagsmunasamtaka sem vinna í þágu ÍTM voru fengnir til undirritunar sáttmála Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls. Ísland varð fyrst ríkja heims til að undirrita sáttmálann. Markmiðið var að í framhaldi myndu þeir aðilar sem undirrituðu sáttmálann sýna það í verki að málhafar ÍTM í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem lög og alheimssáttmálar kveða á um.


Bessastadir2020.jpg

Við undirritun sáttmála Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls á Bessastöðum 11. febrúar 2020. Frá vinstri í efri röð: Hanna Halldóra Leifsdóttir sérkennslufulltrúi hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Óskar Haukur Níelsson sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, Margrét Stefánsdóttir formaður Foreldra- og styrkarfélags heyrnardaufra, Kristrún G. Guðmundsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla og Guðrún Jóna Thorarensen skólastjóri Leikskólans Sólborg. Frá vinstri í neðri röð: Kristín Lena Þorvaldsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir verndari táknmála á Norðurlöndum og Bryndís Guðmundsdóttir formaður Málnefndar um íslenskt táknmál. Svandís Svavarssdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra undirrituðu sáttmálann nokkrum dögum síðar.