4. Regla - Lesið aftur og aftur: "Að segja sögu" breytist í "Að lesa sögu"

Úr SignWiki
Útgáfa frá 27. mars 2018 kl. 08:58 eftir Arny (Spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2018 kl. 08:58 eftir Arny (Spjall | framlög) (Ný síða: {{Shortcourses |name=Regla 4 |image=Lesa23.jpg |description=15 principles for reading to deaf children |category=15 leiðbeinandi reglur um lestur fyrir heyrnarlaus börn |related2=5....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search
Regla 4
4. Regla - Lesið aftur og aftur: "Að segja sögu" breytist í "Að lesa sögu"
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
4. Regla - Lesið aftur og aftur: "Að segja sögu" breytist í "Að lesa sögu"
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Tala um titil bókarinnar (bók lesin í fyrsta skipti)

4. Heyrnarlausir lesendur lesa sögurnar aftur á breyttum forsendum: frá því „að segja sögu“ til þess „að lesa sögu“

Líkt heyrandi börnum finnst heyrnarlausum börnum, sem eru að læra að lesa, skemmtilegt að láta lesa sömu söguna fyrir sig aftur og aftur. Trelease (1995) útskýrir þetta sem eðlilegan og nauðsynlegan hluta af málþroska: „Endurtekinn lestur tengist því hvernig börn læra. Eins og foreldrarnir líður þeim vel með því sem þau þekkja og þegar þau eru afslöppuð eru þau betur í stakk búin til að meðtaka lesturinn.


Endurtekningin eykur orðaforðann, tengsl milli orsaka og afleiðinga og minnisfærni. Rannsókn nokkur sýnir að börn á leikskólaaldri spyrja jafnmargra spurninga (og oft sömu spurninganna) við lestur bókar þrátt fyrir að hún hafi verið lesin mörgum sinnum áður. Ástæðan er sú að þau læra mál smám saman en ekki í einni atrennu. Við hvern lestur fær barnið dýpri skilning á textanum“.


Þegar heyrnarlausir lesendur lesa sögu í fyrsta skipti bæta þeir við upplýsingum sem eru ekki í textanum en hægt er að lesa milli línanna. Næst þegar sagan er lesin, er minna af viðbótarupplýsingum og hún nær textanum. Sagan er lesin aftur og aftur og smám saman líkist lesturinn meira beinni þýðingu á textanum. Það sem á sér stað í þessu ferli er að upphafleg táknuð saga, sem fól í sér bakgrunn, samhengi og önnur smáatriði, færist meira í áttina að textanum (Schleper, 1995). Sama aðferð er notuð í ,,lesum saman“ (e. shared reading) þar sem sama sagan er lesin aftur og aftur í kennslustofunni en með eilítið ólíkum áherslum við hvern lestur. Þetta hjálpar byrjendum í lestri að kynnast ritmálinu (Schleper, 1995).


Endurtekningin hjálpar til við að auka orðaforða hjá börnum, að muna að atburðir gerast í röð og að æfa sig í að muna hvað gerist. Með því að lesa bókina aftur og aftur þá lærir barnið söguþráðinn og því er mögulegt að beina athygli barnsins að málfræðieinkennum málsins.


Hér er almennt ferli sem færir lesendur virðast fylgja og hafa ber í huga

1. Kynnið kápu bókarinnar fyrir börnunum. Sýnið og táknið titil, nafn höfundar og teiknara. Skoðið líka baksíðuna. Talið dálítið um hvað bókin gæti verið um.

2. Sýnið börnunum myndirnar í bókinni. Gefið ykkur tíma til að lesa og sýna myndirnar. Passið alltaf að halda bókinni í sjónhæð barnsins og verið viss um að barnið sjái allar myndirnar á hverri síðu þegar lesið er.

3. Fylgist með áhuga barnsins. Leyfið barninu að snerta bókina, benda á myndir eða fletta á næstu blaðsíðu eða fyrri ef þau hafa áhuga á því. Þið haldið áfram með söguna þegar barnið er búið. Hvetja skal börnin til að tjá sig um efni bókarinnar á meðan á lestri stendur.

4. Þið lesið kannski sömu bók aftur og aftur. Börn vilja endurtaka sömu sögu mörgum sinnum. Það að lesa sögu aftur og aftur er mikilvægt fyrir barnið til að það öðlist skilning á ákveðnum þáttum í uppbyggingu sögu (s.s. höfundi, titli, aðalpersónum, flækju og lausn hennar o.fl.).

5. Þegar þið eruð búin að lesa hvetjið þá barnið til að tengja innihaldið við eitthvað sem það þekkir úr eigin lífi og af eigin reynslu.

6. Mörg börn vilja lesa eða endursegja ykkur alla söguna eða hluta af henni. Hvetjið þau að gera það og hrósið viðleitni þeirra.


Skoðið einnig: Lesum saman aftur og aftur - skrefin 6

Heimildir:

Schleper, D.R. (1995). Reading to deaf children: Learning from Deaf adults. Perspectives in Education and Deafness, 13(4), 4-8.

Trelease, J. (1995). The read aloud handbook. NY: Penguin Books.