Hjálp:Ýmis atriði

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Fara vel yfir skráningu

Alltaf að skoða síðuna og myndbandið eftir að nýtt tákn hefur verið stofnað. Spilar myndbandið og er þetta rétt myndband fyrir þetta tákn?


Fá álit og vinna saman

SignWiki er samvinnuverkefni, endilega spyrja næstu manneskju um eitthvað sem þér finnst vera álitamál. Alltaf gott að fá hugmyndir og uppástungur. Munið einnig að aðrir munu skoða ykkar framlög og munu einnig geta breytt og bætt við skráninguna.


Skráning mynda

Muna að skrá slóð mynda sem notuð er með táknum og höfund (attribution) ef það á við. Þetta er gert á síðu myndarinnar sjálfrar. Smellt er á breyta og upplýsingarnar settar þar inn. Muna að setja ekki inn myndir sem ekki er leyfilegt að nota eða sem óljóst er hvort má nota eða ekki.


Tengls við önnur tákn

Reynið að skrá inn tengls við önnur tákn eins og kostur er. Þetta gerir nám í táknmáli og rakningu milli tákna innan vefsins auðveldari fyrir notendur. Tengið t.d. samheiti, andheiti, tengda staði, svipuð orð osfrv.