Túlkun er samvinna

Úr SignWiki
Stökkva á: flakk, leita

Eftir Gerði Sjöfn Ólafsdóttur

Túlkar að störfum

Táknmálstúlkar vinna á mörgum stöðum og koma víða við. Táknmálstúlkun er ekki bara þannig að túlkurinn sitji eingöngu og túlki allt sem fram fer, heldur er túlkun alltaf samvinna. Samvinna túlks og þeirra sem nýta sér þjónustu hans.

Til þess að samvinnan gangi vel er mikilvægt að allir í aðstæðunum séu meðvitaðir um það. Samvinna getur falist í mörgu t.d.:

- Það er mjög mikilvægt að túlkarnir fái allan þann undirbúning sem til er. - Ef enginn undirbúningur er til staðar, er gott að upplýsa túlkinn að nokkru leyti um það sem koma skal. - Þegar um er að ræða að túlka á nýjum sviðum, sem ekki eða að litlu leyti hefur verið túlkað á áður, er mjög mikilvægt að þessi samvinna sé virk.

Nú hefur það færst mikið í vöxt að heyrnarlausir leggi stund á nám í háskólum. Þar er mjög mikilvæg samvinna túlksins og þess heyrnarlausa, t.d. við að búa til ný tákn ef þörf er á. Í háskólatúlkun er mikill orðaforði og mikið af nýjum hugtökum. Þess vegna verða notandinn og túlkurinn að koma sér saman um hvaða tákn eru notuð og vera sammála um þau. Það er ekki endileg víst að þau tákn sem eru notuð í þessum fyrstu skrefum festist í sessi, en þau eru allavega eitthvað sem báðir aðilar eru sáttir við.

Munum bara eitt; ef góð samvinna næst, gengur allt mikið betur.


Höfundur er táknmálstúlkur hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Greinin birstist fyrst á heimasíðu SHH 2011