Útför - athöfn

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Táknmál:

Íslenska:

Útför - athöfn

Bæn a

Almáttugur, eilífur Guð, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar: lít í náð til vor og heyr bænir vorar, er vér í sorg og söknuði, áköllum þig, og hjálpa oss með hugguns þíns heilaga orðs. Fyrir hinn krossfesta og upprisna son þinn Jesú Krist, Drottinn vorn og frelsara. Við biðjum í nafni hans. Amen.

Bæn c

Almáttugi og miskunnsami Guð, þú sem ert veikum styrkur, þreyttum endurnæring, sorgbitnum huggun og hinum deyjandi líf, Guð alls þolgæðis og allrar huggunar: hjálpa oss til að öðlast trú og von á þig og treysta nálægð þinni og kærleika. Fyrir hinn krossfesta og upprisna son þinn Jesú Krist, Drottinn vorn og frelsara. Við biðjum í nafni hans. Amen.

Salm 90.1-4, 12

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar, ert þú, Ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til dufsins og segir:“hverfið aftur, þér mannanna börn!“ því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

Róm 14, 7-9

Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. Því að til þess dó Kristur og varð aftur lifandi. Að hann skyldi drottna bæði yfir dánum og lifandi.

Guðspjall

Markus 16, 1-6

Þegar hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalega, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsli til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunanum?“ En þegar þær líta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skykkju og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upprisinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann.“

Jóh. 6, 37-40

Jesús segir: „ allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka. Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig. En sá er vilji þess, sem sendi mig, að ég glati engu af öllu því, sem hann hefur gefið mér, heldur reisi það upp á efsta degi. Því að sá er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.“

(Jóh. 14, 1-6)

Jesús segir: „hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.“ Tómas segir við hann: „herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum við þá þekkt veginn?“ Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“


Bæni eftir minningarorðin og sálm

P: Guð, faðir í himnaríki,

S: miskunna þú oss.

P: Guðs sonur og lausnari heimsins

S: miskunna þú oss.

P: Drottinn Guð heilagi andi,

S: miskunna þú oss.

P: nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér.

S: því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða.

P: ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum, Ísrael.


Bæn d á undan faðirvori

Lifandi Drottinn. Vertu oss nálægur á hverri stundu hverfullar æfi og helga jarðlífssporin, svo að vér, studd náð þinni, hljótum þá arfleifð sem þú hefur kallað oss til. Blessa oss öll í lífi og dauða. Blessa þú minningarnar, sem þessi stund er helguð og lát þær bera þér vitni oss til blessunar alla daga. Vér þökkum þér fyrir, að þú gafst oss NN. Við felum þér hann/hana framtíð vor alla. Veit honum/henni þinn eilífa frið og fögnuð í dýrð hjá þér. Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn.

Amen.

Moldun

Lofaður sé Guð faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.

Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.“


Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu skaltu aftur upp rísa.


Sáð er dauðlegu, en upp rís ódauðlegt. Sáð er í veikleika, en upp rís styrkleiki. Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami.


Veit honum/henni, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa honum/henni. Hann/hún hvíli í þínum friði.

Amen


Drottinn minn, gefi dauðum/dánum ró, en hinum líkn er lifa,

Amen.