05. Regla - Börnin ráða ferðinni

Úr SignWiki
Stökkva á: flakk, leita
Regla 5
05. Regla - Börnin ráða ferðinni
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
05. Regla - Börnin ráða ferðinni
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Börn skoða saman bókina (Bókin lesin í fyrsta skipti)

Barn lætur sem kennari, vill lesa bókina (Bókin lesin í fyrsta skipti)

Börn forvitin um bókina, vilja öll lesa í einu (Bókin lesin í fyrsta skipti)

Kennari hættir lestri (Bókin lesin í annað skipti)

5. Heyrnarlausir lesendur leyfa börnunum að ráða ferðinni

Færir lesendur leyfa börnunum að vera virk í lestrarstundinni, t.d. að bjóða heyrnarlausa barninu að velja bókina sjálft eða fletta blaðsíðunum (Ewoldt, 1994; Maxwell, 1984; Van der Lem & Timmerman,1990). Heyrnarlausir lesendur hafa tilhneigingu til að gefa barninu tíma til að skoða myndirnar og textann og bíða þolinmóðir eftir því að það líti upp áður en haldið er áfram með lesturinn.


Hluti af því að fylgja frumkvæði barnsins er að aðlaga lesturinn þannig að hann fylgi þroskastigi þess. Ef um er að ræða ung börn eða börn sem lítið hafa komist í snertingu við bækur þá er aðal áhersla lögð á skoða saman hvað gerist á myndunum. Eftir því sem börnin verða eldri og einbeitingarhæfni þeirra eykst hafa fullorðnir meiri tilhneigingu til að vera trúir textanum. Sem dæmi má nefna heyrnarlausan föður sem les fyrir börnin sín tvö, þriggja og sex ára gömul (Schleper, 1995):


  • Lesið fyrir 3 ára gamalt barn: Barnið flettir blaðsíðunum á meðan pabbinn les. Barnið hefur greinilega mestan áhuga á myndunum. Pabbinn leyfir barninu að skoða hverja mynd fyrir sig dágóða stund. Þegar barnið gefur til kynna að það sé búið að skoða, heldur pabbinn áfram að tákna söguna. Pabbinn segir söguna eins og honum finnst viðeigandi; er ekki bundinn textanum. Hann segir söguna á grundvelli þeirrar kunnáttu sem hann veit að barnið býr yfir og hann veit að kemur til með að halda athygli þess vakandi.


  • Lesið fyrir 6 ára gamalt barn: Barnið heldur á bókinn og flettir blaðsíðunum. Pabbinn túlkar vandlega það sem stendur í textanum og fylgir honum af nákvæmni. Hann fylgir textanum með fingrinum áður en hann segir hann á táknmáli. Pabbinn gerir hlé eftir þörfum, t.d. leyfir barninu sjálfu að klára setninguna til enda. Vegna þess að barnið var sjálft farið að lesa leyfir pabbin því að stjórna lestrinum.


Þó að heyrnarlausir foreldrar leyfi frá börnum sínum að ráða ferðinni virðist sem svo að kennarar í kennslustofunni geri það ekki (þessi niðurstaða er byggð á 4 ára rannsókn).


Foreldri spyr:

Mér finnst erfitt að byrja að lesa flóknari bækur fyrir 6 ára gamla dóttur mína, bækur með fáum myndum og löngum texta sem er skipt í kafla. Myndir hjálpa okkur báðum. Hvernig leggur þú til að byrjað sé að lesa flóknari bækur (kaflaskiptar bækur án mynda) og á sama tíma halda athygli hennar allan tímann?


Það er eðlilegt fyrir 6 ára gamlt barn að vilja hafa myndir. Flest börn vilja hafa myndir, sama hvort þau eru heyrnarlaus eða heyrandi. Þú verður að leyfa henni að stjórna og gefa henni bækur með myndum þangað til hún sýnir að hún sé tilbúin til að halda áfram. Bækur sem eru viðeigandi fyrir aldur dóttur þinnar hafa oftast vel formaðan, flókinn söguþráð, en innihalda myndir sem ýta undir skilning sögunnar.

Það virðist einnig vera þannig að heyrnarlausir foreldrar lesi meira fyrir börnin sín á meðan þau eru yngri, og margir þeirra fækka síðan lestrarstundunum eftir því sem þau eldast. Þetta stafar mögulega af því að erfiðara er að túlka flóknari texta.

Heimildir

Ewoldt, C. (1994). Booksharing: Teachers and parents reading to deaf children. In A.D. Flurkey and R.J. Meyers (Eds.), Under the whole language umbrella: Many cultures, many voices, pp. 331-342. Urbana, IL: National Council of Teachers of English.

Maxwell, M. (1984). A deaf child’s natural development of literacy. Sign Language Studies, 44, 191-224.

Schleper, D.R. (1995a). Reading to deaf children: Learning from Deaf adults. Perspectives in Education and Deafness, 13(4), 4-8.

Van der Lem, T., & Timmerman, D. (1990). Joint picture book reading in signs: An interaction between parent and child. In Prillwitz, Siegmund, Vollhaber (Eds.), Sign language research and application: Proceedings of the international congress. Hamburg, March 23-25, 1990. Amsterdam: Signum.