1. Regla - Sagan er túlkuð á táknmál

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Regla 1
1. Regla - Sagan er túlkuð á táknmál
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
1. Regla - Sagan er túlkuð á táknmál
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Rætt er almennt um bókina.

Tengja litur og tákn saman

1. Heyrnarlausir lesendur túlka sögurnar á táknmáli

Þegar foreldrar lesa sögur fyrir heyrnarlaus börn velta þau oftast fyrir sér hvort rétt sé að segja söguna á táknmáli eða að tákna ritmálið. Þeir óttast að tákni þeir ekki hvert orð textans, í þeirri röð sem það kemur fyrir, muni barnið ekki kynnast ritmálinu og reglum þess.

Rannsóknir á því hvernig heyrnarlausir foreldrar lesa fyrir börn sín sýna að þau nota sitt táknmál til þess að lesa sögur (Lartz & Lestina, 1995; Mather, 1989; Shick & Gale, 1995; Whitesell, 1991). Rannsókn hefur sýnt fram að börnum finnst sögur á táknmáli skemmtilegri og meira grípandi (Shick & Gale, 1995).

  • táknmál notað, en ekki táknað ritmál.
  • barnið skilur innihaldið þó að hvert einasta orð ritmálisins sé ekki túlkað á táknmál.


Foreldrar og kennarar vilja vita:

Hvernig getur barnið lært íslenskuna í textanum ef ég nota táknmál?

Heyrnarlausir fullorðnir sem lesa upphátt fyrir heyrnarlaus börn bíða eftir því að áhugi barnsins beinist frá „málinu í gegnum loftið“ (táknmálinu) til „prentmálsins“ (íslenskunnar). Með því að lesa fyrir börnin aftur og aftur byrja börnin að átta sig á að orðaröð beggja málanna er ólík, en að sömu hugmyndir er hægt að tjá á báðum málum. Barnið lærir smám saman orðaforða, málfræði og setningafræði íslenskunnar í gegnum táknmálið.

Heimildir

Lartz, M.N., & Lestina, L.J. (1995). Strategies deaf mothers use when reading to their young deaf or hard of hearing children. American Annals of the Deaf, 140(4), 358-362.

Mather, S.A. (1989). Visually oriented teaching strategies with deaf preschool children. In C. Lucas, Ed., The sociolinguistics of the deaf community, pp. 165-187. New York, NY: Academic Press.

Schick, B. & Gale, E. (1995). Preschool deaf and hard of hearing students’ interactions during ASL and English storytelling. American Annals of the Deaf, 140(4), 363-370.

Whitesell, K.M. (1991). Reading between the lines: How one deaf teacher demonstrates the reading process. Unpublished doctoral dissertation, University of Cincinnati, OH.