14. Regla - Skapið jákvætt og hvetjandi umhverfi
Endurgjöf
14. Heyrnarlausir lesendur skapa jákvætt og hvetjandi umhverfi
Það á að vera gaman að lesa. Lestur á einnig að skapa merkingu í gegnum lifandi samspil lesanda og texta. Rannsóknir sýna að heyrnarlausir foreldrar hafa tilhneigingu til að setja upp jákvætt umverfi sem hvetur til umræðna (Akamatsu & Andrews, 1993; Andrews & Taylor, 1987; Ewoldt, 1994; Rodgers, 1989). Heyrnarlausir foreldrar leita ekki eftir „réttum“ svörum heldur eftir skapandi túlkun á textanum.
- Dæmi: Heyrnarlaus pabbi les fyrir dóttur sína bókina um Rauðhettu (Schleper, 1995). Allt í einu bankar dóttir hans á hnéð á honum og flettir bókinni til baka og segir „Sjáðu tennurnar.“ „Já, tennurnar eru beittar! Eins og vígtennur“ svarar pabbinn og með því styrkir hann eftirtekt barnsins. „Það er blóð á þeim“ heldur stelpan áfram. „Hvar?“ spyr pabbinn og bendir á myndina. Þau skoða myndina saman. „Kannski það sé rétt hjá þér. Það er blóð á þeim.“
Heimildir
Akamatsu, C.T., & Andrews, J.F. (1993). It takes two to be literate: Literacy interactions between parent and child. Sign Language Studies, 81, 333-360.
Andrews, J.F., & Taylor, N.E. (1987). From sign to print: A case study of picture book ‘reading’ between mother and child. Sign Language Studies, 56, 261-274.
Ewoldt, C. (1994). Booksharing: Teachers and parents reading to deaf children. In A.D. Flurkey and R.J. Meyers (Eds.), Under the whole language umbrella: Many cultures, many voices, pp. 331-342. Urbana, IL: National Council of Teachers of English.
Rogers, D. (1989, Sept.–Oct.). Show me bedtime reading. Perspectives for Teachers of the Hearing Impaired, 8(1).
Schleper, D.R. (1995). Reading to deaf children: Learning from Deaf adults. Perspectives in Education and Deafness, 13(4), 4-8.
Whitesell, K.M. (1991). Reading between the lines: How one deaf teacher demonstrates the reading process. Unpublished doctoral dissertation, University of Cincinnati, OH.