2017 Bíódagur

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search


Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði.


Biodagur DagurITM2.png


Húsið opnar kl. 13:30, dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 15:00.

Dagskráin fer eingöngu fram á hvíta tjaldinu þar sem sýndar verða ýmsar stuttmyndir og myndbönd á táknmáli sem eru textuð á íslensku.

Að bíósýningu lokinni er gestum velkomið að gæða sér á veitingum í boði Félags heyrnarlausra og njóta dagsins saman.


Efni sýnt á deginum

Félag heyrnarlausra setti saman myndband með ýmsum stuttum þáttum sem þau leyfðu okkur að hafa aðgengilegt hér á SignWiki.is.

Samantekt frá Félagi heyrnarlausra

Félag heyrnarlausra tók saman myndbrot frá degi íslenska táknmálsins og setti inn á vefinn sinn. Þar eru myndbrot frá öllum þeim viðburðum sem félagið stór fyrir í tilefni dagsins.

Við hjá Samskiptamiðstöð fengum leyfi til að setja það myndband inn hjá okkur.