3. Regla - Frásögnin er ekki bundin textanum
Bókin lesin í fyrsta skipti, 1 dæmi
Bókin lesin í fyrsta skipti, 2 dæmi
3. Heyrnarlausir lesendur eru ekki bundnir af textanum
Heyrnarlaus kennari var að lesa sögu fyrir leikskólabörn sem heitir Noisy Nora (ísl. þýð. Hávaðasama Nóra) eftir Rosemary Wells (Erting, 1991). Eftirfarandi er það sem kennarinn táknaði:
,,Pabbi er upptekinn svo Nóra fer til mömmu sinnar, hún bankar létt í mömmu og segir ,,mamma.“ En mamma verður að taka upp ungabarnið og láta það ropa. Kannski þarf barnið að ropa svo hún klappar honum á bakið. Nóra reynir að ná athygli mömmu, en mamma er upptekin af ungabarninu.“ Það sem stendur á blaðsíðunni í bókinni er eftirfarandi:
Jack þurfti að ropa.
Dæmið sýnir að heyrnarlausi kennarinn vandar sig þegar hann les textann.
Viðbótarupplýsingarnar, sem hann gefur, koma frá myndunum á blaðsíðunni, frá því sem hefur gerst á undan í sögunni, frá söguþræðinum og frá spurningum og athugasemdum heyrnarlausu barnanna sem eru að hlusta á söguna. Heyrnarlausi kennarinn hjálpar barninu að byggja upp bakgrunnsþekkingu svo að barnið skilji söguna.