Að lesa gegnum samræður fyrir 4 - 5 ára gömul börn

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
LESTUR GEGNUM SAMRÆÐUR FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 4-5 ÁRA
Að lesa gegnum samræður fyrir 4 - 5 ára gömul börn
Foreldrar fylgja fimm þrepum.
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Höfundaréttur
G.J. Whitehurst


LESTUR GEGNUM SAMRÆÐUR FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 4-5 ÁRA

Þegar lesið er gegnum samræður fyrir 4-5 ára gömul börn er hægt að fara eftir 5 mismunandi leiðir til að hvetja barnið til þátttöku í samræðum:


1. Eyðufylling

2. Upprifjun

3. Opin spurning − lokuð spurning

4. Hv-spurningar

5. Tenging


1. Eyðufylling: Notast er við sögur þar sem mikið er um endurtekingar og hrynjanda. Eyða er í lok setningarinnar sem barnið þarf að fylla upp í. Dæmi: Ugla sat á _____, kanína átti fallega _____ . Leyfið barninu að klára setningarnar.


2. Upprifjun: Börnin eru beðin um að lýsa einhverju sem hefur gerst í sögunni. Þessar spurningar krefjast þess að barnið muni tiltekin atriði úr bókinni. Upprifjun er hægt að nota í miðju sögunnar eða áður en lesturinn hefst, ef barnið þekkir bókina/söguna. Foreldri getur t.d. spurt barn sem þekkir söguna um Rauðhettu ,,Hver drap úlfinn?“ ,,Að hverju spurði Rauðhetta ömmu sína?“


3. Opin spurning – lokuð spurning: Þessi leið hjálpar börnum að leysa vandamál og auka tjáningu þeirra. Spurningarnar byrja á ,,af hverju“, ,,hvernig“ eða setningum eins og ,,hvað finnst þér um ...“ Spurningarnar geta verið um söguþráðinn, myndir eða hluti. Þær eiga að hvetja barnið til að svara á sinn hátt um innihald bókarinnar. Foreldri getur t.d. hvatt til umræðu um söguna: ,,Hvað fannst þér um það sem úlfurinn gerði?“ (opin spurning: margir svarmöguleikar). ,,Af hverju kyssti prinsinn Þyrnirós?“ (lokuð spurning: einn svarmöguleiki – til þess að vekja hana).


4. Hv-spurningar: Þetta eru spurningar sem byrja með orðunum; hver, hvað, hvenær, hvar, af hverju eða hvernig og eru notaðar til þess að byggja upp orðaforða. Foreldri getur opnað bók á einhverjum stað og spurt: ,,Hvað er þetta á myndinni?“, ,,Hvernig er það á litinn?“, ,,Hvar er það?“, ,,Hvað heitir þetta?“, ,,Af hverju fór Tumi ekki í leikskólann?“.


5. Tenging: Þessi leið felur í sér að barnið tengi myndir eða söguþráðinn við eigin reynslu, þ.e.a.s. hluti og fyrirbæri sem eru ,,fyrir utan“ bókina. Dæmi: Foreldri og barn lesa saman bók um ólíkar bílategundir. Foreldrið getur spurt: ,,Manstu þegar ruslabíllinn kom til okkar?“, ,,Manstu hvernig ruslatunnurnar fóru upp?“, ,,Hefur þú farið í fjallgöngu eins og Emma?“.


Til minnis:

Þegar barn er leiðrétt þarf það að gerast á þann hátt að barnið skilji. Foreldrið getur sagt ,,Já, þetta líkist hestum en við köllum þetta kýr“, ,,Já, Tumi hefði kannski viljað fara út að leika en manstu að hann fór í fjölleikahús í þessari sögu“. Líka væri hægt að grípa tækifærið og kenna barninu sér orðaforða t.d. ef barnið segir ,,Þetta er hundur“ getur foreldrið svarað: ,,Já, þetta er hundur og svona hundur er kallaður smalahundur. Geturðu sagt/táknað smalahundur?“.