Altarisganga - athöfn
Táknmál:
Altarisganga
P: Játum syndir vorar og lifum í kærleika og sátt við alla menn.
Allir: Ég játa fyrir þér, almáttugi Guð, skapari minn og lausnari, að ég hef margvíslega syndgað í hugsunum, orðum og gjörðum. Fyrirgef mér sakir miskunnar þinnar og leið mig til eilífs lífs, til dýrðar nafni þínu.
P: Almáttugur Guð fyrirgefi yður allar syndir, styrki yður og leiði til eilífs lífs fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn.
S: Amen
P: Friður Drottins sé með yður.
S: Og með þínum anda.
Þakkargjörðin.
P: Drottinn sé með yður
S: Og með þínum anda.
P: Lyftum hjörtum vorum til himins.
S: Vér hefjum þau til Drottins.
P: Látum oss þakka Drottni Guði vorum.
S: Það er maklegt og réttvíst
P: Sannlega ... óaflátanlega segjandi:
F: Heilagur, heilagur ert þú Drottinn Guð allsherjar.
S: Himnarnir og jörðin eru full af dýrð þinni.
F: Hósíanna í upphæðum.
S: Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. Hósíanna í upphæðum.
Þakkarbæn
Því að á þeirri nóttu sem hann var svikinn, tók hann brauðið, gerði þér þakkir og braut það og gaf sínum lærisveinum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu.
Sömuleiðis eftir kvöldmáltíðina tók hann kaleikinn, gjörði þér þakkir, gaf þeim hann og sagði: Drekkið allir hér af, þetta er kaleikur hins nýja sáttmála í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna. Gjörið þetta svo oft sem þér drekkið, í mína minningu.
Bæn og innsetning
F: Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt ber heimsins synd,
S: miskunna þú oss!
F: Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt ber heimsins synd,
S: miskunna þú oss!
F: Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt ber heimsins synd,
S: Gef oss þinn frið! Amen.
Berging
Brauðið, sem vér brjótum, er samfélag um líkama Krists. Líkami Krists, lífsins brauð.
Amen.
Sá bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er samfélag um blóð Krists. Blóð Krists, bikar lífsins.
Amen.
Jesús Kristur, hinn krossfesti og upprisni Drottinn vor og frelsari, varðveiti oss í samfélagi við sig í lifandi trú til eilífs lífs. Hans náð og friður sé með oss.
Amen.
Bæn
Vér þökkum þér, himneski faðir, að þú hefur mettað oss þessari hjálpsamlegu gjöf. Vér biðjum þig: Lát þessa heilögu máltíð minna oss á, að þú fyrir dauða sonar þíns hefur gefið oss lífið. Fyrir son þinn Jesú Krist, Drottin vorn, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.
Blessun
P: Þökkum Drottni og vegsömum hann.
S: Drottni sé vegsemd og þakkargjörð
P: Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
S: Amen, amen, amen