Baráttusaga íslenska táknmálsins : ástæður og áhrif lagalegrar viðurkenningar

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

M.A. verkefni Júlíu Guðnýjar Hreinsdóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2022

Allir eiga sér móðurmál hvort sem það er raddmál eða táknmál. Að eiga mál er mikilvægur hluti af sjálfsmynd og viðurkenningu á einstaklingnum. Það að vera döff er sterk tengt táknmálinu. Döff einstaklingar, sem hafa sterka sjálfsmynd sem döff, eiga auðveldara með að fara á milli menningarheima döff og heyrandi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er baráttan fyrir viðurkenningu á íslensku táknmáli og hvaða áhrif viðurkenningin hefur haft á stöðu táknmálsins í dag. Tilgangurinn var að safna saman og skrásetja baráttusögu döff fyrir lagalegri viðurkenningu á íslensku táknmáli. Markmiðið var að skilja hvað liggur að baki baráttusögu döff fyrir viðurkenningu á íslenska táknmálinu sem fullgildu tungumáli. Þátttakendur í rannsókninni voru allir döff, táknmálstalandi fullorðnir einstaklingar sem tekið hafa virkan þátt í baráttu íslenska táknmálsins. Safnað var eigindlegum viðtalsgögnum, sem varpa ljósi á viðhorf og skynjun þátttakendanna sjálfra á tímabilinu 1983–2017. Viðmælendur sögðu frá baráttunni fyrir viðurkenningu táknmálsins frá upphafi og þar til sett voru lög árið 2011, sem gera íslenska táknmálið jafn rétthátt íslenskunni.

Niðurstöður þessarar rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir lagalega viðurkenninginu íslenska táknsmálsins þá hafa lögin ekki staðist væntingar fólks með táknmál að móðurmáli. Lögin gáfu þeim skilning og viðurkenningu á því hver þau eru, en þau réttindi sem búist hafði verið við að fylgdu í kjölfarið eins og aðgengi að samfélaginu, og félagsleg og atvinnutengd túlkun vantar enn. Döff finnst þau því ekki njóta borgaralegra réttinda til jafns á við aðra vegna ýmissa hindrana sem skapast af því að tala íslenskt táknmál. Þessar niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að finna leiðir til að fylgja eftir lagasetningu íslenska táknmálsins til að tryggja táknmálstalandi einstaklingum þau borgaralegu réttindi sem þeir eiga rétt á. Þetta verkefni er sett fram á íslensku táknmáli.

Útdráttur er á ensku

Everyone has a mother tongue whether it be spoken or signed. Having a language is an important part of the identity and recognition of the individual. Being Deaf is strongly connected to a language, Sign Language. Deaf individuals, who have a strong identity as Deaf, can more easily move between the Deaf and hearing culture. The subject of this research is the struggle for the recognition of the Icelandic Sign Language and the influences of this recognition to the status of the Sign Language today. The aim is to gather and register the battle of the Deaf for the lawful recognition of Icelandic Sign Language as a valid language. The participants in the research are all Deaf signing adults who actively participated in the battle for the recognition of the Icelandic Sign Language. Qualitative interviews were taken, which sheds light on the attitude and perception of the individuals themselves during the years 1983-2017. The interviewees shared the battle for the recognition of the Sign Language until the laws were passed, which made the Sign Language equal to Icelandic, in the year 2011. The findings of this research show that the law have not lived up to the expectations of people whose mother tongue is Sign Language. The law gave them understanding and recognition of who they are, but the rights they had expected to follow, like access to the community, interpretation in social and work life are still missing. The Deaf don’t feel they enjoy civil rights equally to others due to the hindrance created by speaking Sign Language. These findings shed light on the importance of finding ways to follow through the laws for the Icelandic Sign Language to ensure Signing individuals the civil rights they deserve. This project is handed in in Icelandic Sign Language.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Baráttusaga íslenska táknmálsins : ástæður og áhrif lagalegrar viðurkenningar