Fermingarathöfn

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Táknmál:

Íslenska:

Sælir eru fátækir í anda – því þeirra er himnaríki

Sælir eru sorgbitnir – því þeir munu huggaðir verða

Sælir eru hógværir – því að þeir munu jörðina erfa

Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu – því þeir munu saddir verða

Sælir eru miskunnsamir – því þeim mun miskunnað verða

Sælir eru hjartahreinir – því að þeir munu Guð sjá

Sælir eru friðflytjendur – því þeir munu Guðs börn kallaðir verða

Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir – því að þeirra er himnaríki


NN, vilt þú leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins?

Guð, sem áður hefur tekið þig að sér sem sitt barn í heilagri skírn og gjört þig að erfingja ríkis síns, hann varðveiti þig í skírnarnáð þinni til eilífs lífs. Friður sé með þér.

Guð, faðir, sonur og heilagur andi varðveiti þig í skírnarnáð sinni til eilífs lífs

Vertu trú(r) allt til dauða og Guð mun gefa þér kórónu lífsins.

Hvatning til safnaðar

Kæri söfnuður. Þessi fermdu ungmenni eru oss á hendur falin. Bjóðum þau velkomin og tökum með gleði á móti þeim sem játendum Jesú Krists. Vörumst að hneyksla þau, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt, en ástundum með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi, sem liggur til eilífs lífs.