Flokkur:CEFR

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Samevrópski viðmiðunarrammi fyrir táknmál (CEFR).

Evrópuráðið gaf CEFR (The Common European Framework of Reference for Languages) út árið 2001 og er ramminn notaður til viðmiðunar í mörgum Evrópulöndum við kennslu annars máls (sér í lagi raddmáls) og mati á þeim.

„Hinn samevrópski viðmiðunarrammi tungumála ... er alhliða útlistun á því hvað málanemendur þurfa að læra til að geta notað mál til samskipta og hvaða þekkingu og færni þeir þurfa að þróa til að geta brugðist við á áhrifaríkan hátt. Lýsingin nær einnig yfir hvernig mál eru í menningarlegu samhengi. Ramminn skilgreinir einnig mismunandi færnistig sem gerir kleift að meta nemendur á hverju námsþrepi og til lengri tíma. Samevrópska viðmiðunarrammanum fyrir tungumál er ætlað að sigrast á samskiptaörðugleikum“ (CoE 2001:1).

Verkefnið ProSign var samevrópskt samvinnuverkefni á árunum 2012-2015. Markmiðið með PRO-Sign var að koma á fót ákveðnum viðmiðum í færni í táknmáli sem hægt væri að nota á faglegum grundvelli og þá sérstaklega í kennslu táknmáls í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun. Þessi viðmið byggjast á CEFR 2001 en voru aðlöguð að táknmálum. Í skjalinu er sett fram lýsing á getu einstaklings með tilliti til skilnings, samskipta og tjáningar, allt frá stigi A1 og upp í stig C2. Eins og í öðrum CEFR skjölum eru ekki endilega lýsingar á öllum undirflokkum á hverju stigi fyrir sig, þar sem sum atriði er ekki hægt að læra fyrr en ákveðinni færni hefur verið náð og önnur atriði hætta að vera hindrun þegar meiri færni er náð. Ramminn þarf aðlögun eftir því í hvaða samhengi hann er notaður hverju sinni. Lýsingarnar sem settar eru fram í PRO-Sign tengjast viðeigandi aðstæðum sem táknmálsnotendur taka þátt í.

CEFR (viðmið fyrir raddmál) kom út fyrst 2001.

ProSign (viðmið fyrir táknmál byggd á CEFR 2001) – 2012-2015.

Viðaukar við CEFR með viðmiðum fyrir táknmál komu út 2018 og 2020.

Táknmál og hinn samevrópski viðmiðunarrammi tungumála, Útlistun á almennum viðmiðunarstigum


Uppfærð viðmið (miðast við viðaukann frá 2018) fyrir Fyrir 1, A1, A2, B1 og B2 er hér.

Bæklingur með viðmiðum CEFR

Þessi flokkur inniheldur engar síður eða margmiðlunarefni.