Hjálp:Skráning í SignWiki
Táknmynd: takið mynd af tákninu, hægt að klippa út úr videoinu, en reynið þá að ná mynd án hreyfingar og ekki taka með rauða listan neðst. Einnig passa upp á að hafa myndina breiða, allt að því jafn breiða og myndbandið, ef myndin er mjó þá sést skráningin ekki vel í fyrsta skjá.
Lýstu notkun: Þarna má setna inn texta til að lýsa tákninu, t.d. Táknin BÍLL og STJÓRI sett saman. Eða; handformið/in opnast og lokast til skiptis, eða; handformið opnast í 5.
Myndurnarstaður: Alltaf að setja upphafs myndunarstað.
Handform: Alltaf að setja upphafs handform
Orðflokkur: Setjið inn orðflokk – valflipi.
Efnisflokkur: Alltaf að setja inn efnisflokk – sjá þá flokka sem notaðir eru undir flokkar á listanum til vinstri.
Efnisflokkur 2: Stundum er við hæfi að hafa tvo flokka.
Handform breytist: Þarna er sett JÁ ef handformið breytist, ekki ef táknið er samsett. Já ef tákn er eins og MAÐUR eða KRAFTAVERK, autt ef tákn er eins og BÍLSTJÓRI eða RÁÐHERRA.
Munnhreyfing: Setja inn viðeigandi munnhreyfingu
Tengdar síður: Hægt að setja inn þrjár síður – setjið að lágmarki inn eina.
Lýsandi mynd: Setjið inn ljósmynd, t.d. af Wikimedia Commons.
Myndatexti: Má setja inn texta til að lýsa myndinni.
Myndband fyrir tákn: Youtube myndbandið – munið að stytta slóðina.
Útskýring á notkun: Má setja inn texta til að útskýra t.d. notkun táknsins.
Myndband fyrir dæmi: Youtube slóð dæmis – muna að stytta.
Glósur: Glósa dæmið á táknmál.
Dæmi á íslensku: Íslensk þýðing dæmis.