Hjónavígsla - athöfn

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Táknmál:

Íslenska:

Hjónavígsla

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.

„Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.“ (Matt. 19:4-6)

„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvern annan, eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hvern anna. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh. 13:34-35)

„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, hann er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ (1. Kór. 13:4-8)

Nú spyr ég þig brúðgumi NN: er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN, sem hjá þér stendur?

Viltu með guðs hjálp reynast henni trúr, elska hana og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?

Sömuleiðis spyr ég þig brúður, NN: er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN, sem hjá þér stendur?

Viltu með guðs hjálp reynast honum trú, elska hann og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?

Gefið þá hvort öðru hönd ykkar þessum hjúskaparsáttmála til staðfestu.

Með því að þið hafið heitið hvort öðru því að lifa saman í heilögu hjónabandi og játað þetta opinberlega í áheyrn þessara votta (þessa safnaðar) og gefið hvort öðru hönd ykkar því til staðfestu, lýsi ég yfir því að þið eruð (rétt) hjón bæði fyrir Guði og mönnum, í nafni Guðs föður+sonar+heilags anda.

Amen.

Drottinn Guð, himneski faðir, þú sem hefur skapað karl og konu og ákvarðað þau til hjúskapar og hefur viðhaldið þessari skipan þinni og blessun allt til þessa, vér biðjum þig að varðveita og blessa þessi brúðhjón, svo að allt, sem þú lætur þeim að höndum bera, verði þeim til góðs og þínu heilaga nafni til lofs og dýðar. Fyrir son þinn Jesú Krist, Drottinn vorn, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.