Lesum saman aftur og aftur - skrefin 6

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Sixsteps.JPG

Þessi síða er samantekt á grundvallarskrefunum sex þegar lesið er saman.


Fyrsta skref / Bókin lesin í fyrsta skipti / Bókin kynnt

Bókin er skoðuð. Textinn er ekki lesinn, heldur er rætt um myndirnar. Börnin eru forvitin um bókina. Börnin sýna frumkvæði að „lesa“ bókina.


Annað skref / Bókin lesin í annað skipti

Bókin lesin aftur. Titill lesinn. Sagt er hver hefur skrifað bókina og hverjum er hún tileinkuð ef það á við. Enn er textinn ekki lesinn. Bókin er lesin út frá myndunum. Börnin eru spurð hvort þau viti hvað litirnir heita.


Þriðja skref / Bók lesin enn einu sinni

Bókin er lesin enn einu sinni en í þetta skipti er textinn líka lesinn. Barnið getur sýnt frumkvæði og kemur fram og les sjálft. Kennarinn bendir á textann og túlkar hann yfir á táknmál. Börn geta hermt eftir kennaranum. Kennarinn getur spurt: Hvað er að gerast hér? Börnin geta farið í hlutverk kennarans og lesið bókina.


Fjórða skref / Að tengja saman orð, tákn og fyrirbærið sjálft eða mynd af fyrirbærinu

Börnin þekkja innihald bókarinnar nú þegar. Orð, tákn og fyrirbæri/mynd af fyrirbærinu eru tengd saman. Það er gert t.d. með því að fá börnin til að koma fram eitt og eitt og tengja tákn og fyrirbæri saman á grundvelli eigin þekkingar. Mikilvægt er að ýta undir frumkvæði barnanna að koma fram og vilja ræða um bókina. Að hrósa barninu fyrir frammistöðu þess er mikilvægt.


Fimmta skref / Víkka út táknaforðann


Börnin kunna nú söguna utan að. Nú er táknaforðinn víkkaður út með því að kennari/uppalandi segi hvað fleiri hlutir á myndunum heita þrátt fyrir að ekki sé talað um þá í textanum sjálfum. Börnin fá tíma til að skoða nýju myndirnar og læri táknin. Gott er ef kennari/uppalandi leiti eftir svörun frá börnunum við efni bókarinnar; hvort barnið skilji efni bókarinnar, geti rætt um hana, og hafi meðtekið nýju táknin.


Sjötta skref / Para saman liti eða fyrirbæri og orð

Eftir að börnin hafa lesið bókina aftur og aftur eru þau tilbúin að finna t.d. orðmynd inn í textanum sjálfum og að tengja fyrirbærið sjálft við birtingu þess í bókinni. (t.d. að tengja kanel-brúnan lit á kanelnum við litinn í bókinni; súkkulaðibrúna litinn við viðeigandi lit í bókinni).