Móðurmálið mitt! Er nauðsynlegt fyrir börn að hafa sterkt móðurmál

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

B.A. verkefni Hafdísar Maríu Tryggvadóttur sem útskrifaðist frá HÍ árið 2009

Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort nauðsynlegt er fyrir börn að hafa sterkt móðurmál. Fjallað er um táknmál. Þá eru kenningar og skilgreiningar á móðurmáli ræddar og það að ekki geti allir lært móðurmál (fyrsta mál) sitt frá foreldrum sínum t.d. margir heyrnarlausir. Farið er yfir kenningar um máltöku barna og það hve ólíkar aðstæður heyrnarlausra barna eru miðað við heyrandi, þegar kemur að því að læra fyrsta mál. Þá er rætt um hvort börn verði að læra tungumál fyrir ákveðinn aldur.

Fjallað er um tvítyngi, mismunandi skilgreiningar á tvítyngi og tvítyngi heyrnarlausra og þá staðreynd að heyrnarlausir verða að læra annað mál en táknmál ætli þeir sér að læra að lesa og skrifa. Dæmi er tekið um hvernig fer fyrir menntun heyrnarlausra ef ekki er byggt á táknmáli, áhersla á táknmálskennslu skoðuð og staða táknmáls í samfélaginu er rædd. Að lokum: dæmi um börn sem hafa ekkert móðurmál, daufblind börn sem eiga erfitt með að öðlast móðurmál og dæmi um heyrnarlaust barn sem er án sterks móðurmáls.

Niðurstöður verkefnisins eru að það er nauðsynlegt fyrir börn að hafa sterkt móðurmál/fyrsta mál, hvort sem það er táknmál eða raddmál. Fyrsta mál er undirstaða náms bæði tungumálanáms og almenns náms. Nauðsynlegt er fyrir börn að læra sitt fyrsta mál snemma en fólk getur lært sitt annað mál hvenær sem er.

Ritgerðina í heild sinni má nálgast í gegnum Skemmuna, Móðurmálið mitt! Er nauðsynlegt fyrir börn að hafa sterkt móðurmál?