Our choice - táknmálsútgáfa
Áslaug Ýr Hjartardóttir syngur Our choice, íslenska Eurovisionlagið 2018 með alþjóðatáknun
Úr frétt af DV 7. apríl 2018
Áslaug Ýr hefur verið mikill Eurovision-aðdáandi frá því hún man eftir sér. Hún fylgdist með Söngvakeppninni í ár og átti erfitt með að gera upp við sig hvort lagið í úrslitunum stóð upp úr.
„Eftir að úrslitin voru tilkynnt sat ég eftir í sófanum og hugsaði með mér hvað ég hlakkaði til að sjá táknmálsþýðingu á laginu, enda textinn mjög þéttur og skrautlegur. En af eigin raun vissi ég að það gæti orðið löng bið eftir þýðingunni. Þannig kviknaði sú hugmynd að þýða lagið bara sjálf. Af hverju ekki?“ segir Áslaug Ýr.
Áslaug elskar tónlist en segist vera eins laglaus og hugsast getur. „Ég er hræðileg söngkona þegar kemur að raddmáli. Hins vegar hef ég litla sem enga reynslu af táknmálssöng, en sá í hendi mér að þar gæti ég orðið eitthvað annað en hávær hani á priki. Ég er nefnilega heyrnarlaus, og íslenskt táknmál er mitt annað mál á eftir íslensku,“ segir Áslaug Ýr.
Í kjölfarið hafði hún samband við konu sem hún þekkir sem hafði mikla reynslu sem táknmálssöngkona.
„Fyrr en varði var ég búin að túlka lagið yfir á alþjóðlegt táknmál og gera alla vitlausa á heimilinu, eina ferðina enn, með því að spila Our Choice mjög hátt aftur og aftur.“
Our Choice með Ara Ólafssyni var flutt í Eurovision í Turin á Ítalíu árið 2022 og lennti í 23. sæti.