Ritstjórn
Ritstjórn SignWiki á Íslandi
Ritstjórn SignWiki: Árný Guðmundsdóttir, ritstjóri og Svava Jóhannesdóttir meðstjórnandi.
Hlutverk ritstjórnar er að fara yfir skráningar allra tákna sem sett eru inn í SignWiki, einnig að allar tengingar séu virkar. Fara þarf yfir hvaða tákn vantar inn í kerfið og sjá til þess að þau séu tekin upp og sett inn. Þegar athugasemdir koma fram um að eitthvað tákn sé annað hvort ekki rétt eða til sé annað tákn eru þau tákn tekin upp og ýmist skipt um tákn eða þau sett inn sem viðbótartákn.
Að auki sér ritstjórnin um að táknin séu tekin upp á þann hátt að þau séu skýr og særi ekki blygðunarkennd, í undantekningartilfellum þýðir það að við tökum tákn upp aftur, sem sett hafa verið inn, táknuð á sama hátt eða svipaðan, við aðrar aðstæður, t.d. lýsing, stöðug myndavél, bakgrunnur, minni/breyttar munnhreyfingar.
Ritstjórn SignWiki, Árný Guðmundsdóttir og Svava Jóhannesdóttir hafa samráð sín á millli um vefinn og táknin á vefnum. Ef upp koma vafamál er rætt við aðra döff eða óskað eftir athugasemdum og umræðum á vefnum, einnig hefur ritstjórn samráð við málfræðinga ef spurningar snúast um málfræðiatriði.