Skírnarathöfnin

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search

Táknmál:

Íslenska:

Drottinn varðveiti inngöngu þína og útgöngu héðan í frá og að eilífu.

Meðtak þú tákn hins heilaga kross, bæði á enni þitt og brjóst til vitnisburðar, um að hugur þinn og hjarta á að helgast fyrir trúna á hinn krossfesta og upprisna Jesú Krist.

Hvað á barnið að heita?

Drottinn Guð, faðir vor, þú kallar oss með nafni og gleymir oss aldrei. Rita þú nafn þessa barns í lífsins bók og lát það aldrei villast frá þér.

Ég skíri þig í nafni föður, sonar og heilags anda.

Almáttugur Guð, faðir Drottins vors jesú Krists, sem nú hefur endurgætt þig fyrir vatn og heilagan anda, tekið þig í ríki síns elskaða sonar, þar sem er fyrirgefning syndanna, líf og sáluhjálp. Hann styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Friður sé með þér.

Góð systkini. Þér eruð vottar þess, að þetta barn er nú skírt í nafni föður, sonar og heilags anda. Með því er lögð sú ábyrgð á yður, ástvini þess, að ala það upp í ljósi fyrirheitis skírnarinnar, og kenna því að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakramennti og þjóna náunganum í kærleika. Guð veiti yður til þess náð sína. Amen.

Takið við þessu ljósi. Það sé yður til merkis um hið nýja líf, sem barnið hefur nú fæðst til við þessa skírnarlaug. jesús segir: "ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins."