10. Regla - Mismunandi aðferðir eru notaðar til þess að halda athygli barnsins

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Regla 10
10. Regla - Mismunandi aðferðir eru notaðar til þess að halda athygli barnsins
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
10. Regla - Mismunandi aðferðir eru notaðar til þess að halda athygli barnsins
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Spurt er um húðlit stelpunnar (Bókin er lesin í fyrsta skipti)

Börn skoða ristað brauð (Bókin lesin í annað skipti)

Leita orðmynd inn í texta (Bókin lesin í þriðja skipti)

Orð sýnt, leitað eftir tákni (Bókin lesin í þriðja skipti)

10. Heyrnarlausir lesendur nota mismunandi aðferðir til að halda athygli barnsins

Það er fullkomlega eðlilegt fyrir heyrnarlaust barn að það líti niður eða til hliðar þegar verið er að lesa fyrir það (Akamatsu & Andrews, 1993; Andrews & Taylor, 1987; Lartz & Lestina, 1995; Van der Lem & Timmerman, 1990). Færir lesendur bíða oftast þolinmóðir eftir því að barnið líti upp og þá er haldið áfram með lesturinn.

Heyrnarlausir lesendur nota ólíkar aðferðir að ná athygli barnanna aftur:

  • klappa létt á öxl eða fót;
  • nota svipbrigði;
  • augnsamband;
  • hnippa í, gefa barni létt olnbogaskot;
  • færa bókina;
  • nota látbrigði;
  • viðvarandi samband af einhverju tagi virðist vera aðalatriðið;


Lesendur átta sig einnig á mikilvægi jaðarsviðs sjónarinnar. Þeir taka eftir því að heyrnarlaus börn ná miklu þrátt fyrir að þau horfi ekki beint á táknarann. Barnið fær tækifæri til að fylla í eyðurnar, þ.e.a.s. að ná því sem það hefur misst við lesturinn, því sama sagan er lesin aftur og aftur.


Heyrandi fólk á það til að taka í höku barnsins og reyna að snúa höfðinu í átt að sér, en heyrnarlausir einstaklingar virðast ekki gera slíkt. Þó að ung börn hafi tilhneigingu til að gera slíkt við foreldra sína er þetta ekki æskileg aðferð til að ná athygli.


Það að láta lesa fyrir sig á máltökuskeiðinu (frá fæðingu til 13 ára) er ein leið til að þróa læsi. Kennari nokkur orðaði það þannig: „Það að lesa fyrir nemendur á hverjum degi án þess að bregðast, leggur grunninn að því að nemendur og kennarar eigi eitthvað sameiginlegt og að þeim líði vel, það hjálpar ímyndunaraflinu að fara á flug og ala upp ást gagnvart bókmenntum. Þetta er góð leið til að byrja.“

Heimildir

Akamatsu, C.T., & Andrews, J.F. (1993). It takes two to be literate: Literacy interactions between parent and child. Sign Language Studies, 81, 333-360.

Andrews, J.F., & Taylor, N.E. (1987). From sign to print: A case study of picture book ‘reading’ between mother and child. Sign Language Studies, 56, 261-274.

Lartz, M.N., & Lestina, L.J. (1995). Strategies deaf mothers use when reading to their young deaf or hard of hearing children. American Annals of the Deaf, 140(4), 358-362.

Van der Lem, T., & Timmerman, D. (1990). Joint picture book reading in signs: An interaction between parent and child. In Prillwitz, Siegmund, Vollhaber (Eds.), Sign language research and application: Proceedings of the international congress. Hamburg, March 23-25, 1990. Amsterdam: Signum.