11. Regla - Augnatillit er notað til að fá fram þátttöku
Jump to navigation
Jump to search
Regla 11
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center
Hópmiðað augnatillit
Einstaklingsmiðað augnatillit
11. Heyrnarlausir lesendur nota augnatillit til þess að fá fram þátttöku
Augnatillit – hvert við horfum í frásögn eða samtali – er þýðingarmikill þáttur. Augnatillit er mjög mikilvægt þegar lesið er fyrir heyrnarlaust barn. Rannsókn hefur sýnt að heyrnarlausir kennarar nota tvær tegundir af augnatilliti: „hópmiðað“-augnatillit og „einstaklingsmiðað“-augnatillit (Mather, 1989).
„Hópmiðað“-augnatillit er notað til að halda athygli allra barnanna en „einstaklingsmiðað“-augnatillit er þegar spurningar eða athugasemdir eru ætlaðar tilteknum einstaklingi úr hópnum. Heyrandi kennarar hafa stundum tilhneigingu til að nota óviðeigandi augnatillit þegar heyrnarlaus börn eru í hópnum sem lesið er fyrir. Þetta leiðir til misskilnings í samskiptum.
- Dæmi fyrir óviðeigandi augnatillit: Heyrandi kennari sem kann táknmál les sögu. Þegar hann er búinn segir hann: ,,Sum ykkar þekkja ekki söguna“ og hann notar „einstaklingsmiðað“-augnatillit, þ.e.a.s. horfir á einn ákveðinn nemanda í staðinn fyrir að horfa á hópinn sem heild. Barnið sem horft var á fer í vörn og svarar: ,,Ég veit, ég veit.“ Það er augljóst að augnatillit spilar lykilhlutverk í að halda athygli og fá viðbrögð á meðan lesið er upphátt.
Heimild
Mather, S.A. (1989). Visually oriented teaching strategies with deaf preschool children. In C. Lucas, Ed., The sociolinguistics of the deaf community, pp. 165-187. New York, NY: Academic Press.