9. Regla - Hugtök og hugmyndir úr sögunni eru tengd við raunveruleikann

Úr SignWiki
Jump to navigation Jump to search
Regla 9
9. Regla - Hugtök og hugmyndir úr sögunni eru tengd við raunveruleikann
15 principles for reading to deaf children
Tengdir flokkar
[[:category:{{{related1}}}|{{{related1}}}]]
-
[[{{{related3}}}]]
9. Regla - Hugtök og hugmyndir úr sögunni eru tengd við raunveruleikann
Höfundaréttur
Laurent Clerc National Deaf Education Center


Barn ber saman liti (Bókin lesin í fyrsta skipti))

Tengjá innihald bókarinnar og raunveruleika saman (Bókin lesin í fyrsta skipti)

Tengjá innihald bókarinnar og raunveruleika saman (Bókin lesin í fyrsta skipti)

Fyrirbæri, tákn og orðmynd tengd saman (Bókin lesin í annað skipti)

Rætt um aldur stelpunnar og aldur barnanna (Bókin lesin í þriðja skipti)

9. Heyrnarlausir lesendur tengja hugtök og hugmyndir frá sögunni við raunveruleikann.

Innihald sögu og reynsla barnsins eru tengd saman.

Reyndir lesendur tengja alltaf sína eigin reynslu við sögupersónurnar og atburði í sögunni sem er verið að lesa. Heyrnarlausir lesendur hjálpa heyrnarlausum börnum að þróa þessa færni með því að vera stöðugt að tengja söguna við eigið líf.


Dæmi

  • Saga um kött. Hann lepur mjólk. Foreldri segir: alveg eins og hundurinn okkar lepur vatn. Barnið hlær og kinkar kolli til staðfestingar um að það hefi skilið tengslin.


  • Saga um hvali. Foreldri les sögu um hvali og útskýrir stærð þeirra með því að bera þá saman við stærð fótboltavallar (eitthvað sem barnið þekkir stærðina á og getur reynt að mæla). Þegar barnið hefur áttað sig á stærð hvalanna sýnir pabbinn honum mynd af fíl við hliðina á hval. „Hér er fíll“ og barnið segir svo: Og hér er hvalur. Miklu stærri.


Að halda áfram að lesa í raun heimnum

Foreldrar heyrnarlausra barna ættu að nýta sér hvert tækifæri til að tengja reynslu við ritaðan texta, þar með talið texta í sjónvarpi. Ekki er þó mælt með því að nota textað sjónvarpsefni í staðinn fyrir að lesa bækur fyrir börnin. En þegar börn horfa á sjónvarpið er betra að hafa meira af textuðu sjónvarpsefni.


Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að nota textað sjónvarpsefni sem kennsluaðferð:


1. Hvetjið alla í fjölskyldunni til að horfa á textað sjónvarpsefni ekki eingöngu til þess að athuga hvað er í sjónvarpinu heldur til horfa á ákveðinn þátt. Börnin eiga ekki að sitja ein fyrir framan textað sjónvarpsefni, það mun ekki þróa lestrarhæfnina. Textað sjónvarpsefni er bara hluti af því sem þarf til að þróa læsi hjá börnum.


2. Horfið saman á sjónvarpið. Notið söguþráðinn og sögupersónurnar til þess að bera þau saman við bækur sem þið hafið lesið saman. Ræðið nýjar upplýsingar til að örva samræður innan fjölskyldunnar.


3. Leigið eða fáið lánaðar textaðar myndir. Gerið hlé á 15 mínútna fresti eða þar sem passar og spyrjið barnið út í söguþráðinn eða persónurnar eða spáið saman í það hvað muni gerast næst.